Lulu Ranne, varaforseti Norðurlandaráðs 2022

Lulu Ranne vid Nordiska rådets session 2021
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Lulu Ranne hefur verið kjörin varaforsetin Norðurlandaráðs 2022.

Lulu Ranne var kjörin á finnska þingið árið 2019 þar sem hún er í þingflokki Sannra Finna. Hún er varaformaður þingflokksins.

Sama ár og Ranne var kjörin á þing varð hún einnig þingmaður í Norðurlandaráði. Hún er formaður stjórnsýsluhindranahóps Norðurlandaráðs sem vinnur að frjálsri för á Norðurlöndum. Í Norðurlandaráði er Lulu Ranne í flokkahópnum Norrænt frelsi. Hún er einnig varaformaður landsdeildar Finnlands í Norðurlandaráði.

Hún er byggingatækniverkfræðingur frá tækniháskólanum í Tammerfors.