Formennskuáætlun Finnlands í Norðurlandaráði 2022

Lulu Ranne & Erkki Tuomioja på Nordiska rådets session 2021
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Norræna velferðarlíkanið er almennt talið vera meðal helstu framfara sem orðið hafa á Norðurlöndum. Norðurlöndin eru í fararbroddi þegar kemur að ýmsum velferðar- og velsældarvísum. Kórónaveirufaraldurinn hefur hins vegar gjörbreytt heiminum og valdið nýjum áskorunum á Norðurlöndum. Við slíkar aðstæður reynir á sjálfbærni norræna líkansins.

Þörf er á sameiginlegri sýn á hvert heimurinn stefnir og hver hlutdeild okkar er til þess að við getum lagst á eitt við að leysa sameiginlegar áskoranir.

Norræn framtíðarráðstefna hefur aldrei verið haldin. Á formennskuárinu mætti efna til framtíðarumræðu með forsætisráðherrunum á leiðtogafundi þingsins í október 2022. Mikilvægt er að starfsemi ráðsins verði greinilegri, að það setji sér stefnumarkandi langtímamarkmið og taki upp skilvirka starfshætti.

Á formennskuári Finnlands verður sjötíu ára afmæli Norðurlandaráðs fagnað og er það kjörið tilefni til að tileinka okkur starfshætti sem auka skilvirkni og stefnumörkun í norrænu samstarfi.