Formennskuáætlun Finnlands í Norðurlandaráði 2022

Þörf er á sameiginlegri sýn á hvert heimurinn stefnir og hver hlutdeild okkar er til þess að við getum lagst á eitt við að leysa sameiginlegar áskoranir.
Norræn framtíðarráðstefna hefur aldrei verið haldin. Á formennskuárinu mætti efna til framtíðarumræðu með forsætisráðherrunum á leiðtogafundi þingsins í október 2022. Mikilvægt er að starfsemi ráðsins verði greinilegri, að það setji sér stefnumarkandi langtímamarkmið og taki upp skilvirka starfshætti.
Á formennskuári Finnlands verður sjötíu ára afmæli Norðurlandaráðs fagnað og er það kjörið tilefni til að tileinka okkur starfshætti sem auka skilvirkni og stefnumörkun í norrænu samstarfi.