Fundur fólksins 2023

15.09.23 | Viðburður
alt=""
Photographer
norden.org
15. og 16. september í Reykjavík.

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er haldin í Norræna húsinu í Reykjavík og nágrenni þess. Föstudaginn 15. september verður sjónum beint að börnum og ungmennum, og laugardagurinn 16. september er fyrir öll sem vilja taka þátt. Á báðum dögum verða viðburðir þar sem sérstök áhersla er lögð á norrænt samstarf.

Upplýsingar

Dates
15 - 16.09.2023
Time
10:00 - 15:00
Location

Fundur fólksins
Nordens Hus
Reykjavík
Ísland

Type
Viðburður

Viðburðir

Tímasetningar miðast við íslenskan tíma.

15. september kl. 10.00: Samfélagsvitund og lýðræði – hvernig eflum við þátttöku ungmenna í félagsstarfi?

Þáttaka í frístundastarfi og klúbbum getur eflt sjálfstraust ungs fólks og fyrirbyggt vanlíðan. Þrátt fyrir það standa Norðurlöndin frammi fyrir þverrandi þátttöku ungmenna í félagslegu starfi. Hvaða hindranir þarf að yfirstíga til þess að spyrna gegn þessari þróun?

15. september kl. 10.00: Sjáum, sáum og smökkum - vinnustofur um fræ og ræktun matvæla

Hvernig lítur fræ út? Hvaðan kemur ræktaði maturinn okkar, og hvað er hægt að rækta á Norðurlöndunum?

16. september kl. 12.00: Húsnæðisstefna í þágu allra – hvernig tryggjum við jafnari tækifæri?

Hvernig gengur ríkisstjórn og sveitarfélögum að uppfylla eigin markmið um húsnæði á viðráðanlegu verði? Hvaða úrræði eru í boði og hvaða árangri skila þau? Þarf að endurhugsa kerfið til svo að tryggja megi jöfnuð?

16. september kl. 13.00: New Nordic Bauhaus – How will we live and build in a Carbon Neutral world?

How do we want to live and build in the future when we do not strain the earth's balance and resources? What is "the good Nordic life" in the CO2-neutral society of the future?

16. september kl. 14.00: Sjálfbært fæðuval fyrir heilsuna og umhverfið – tækifæri til framtíðar

Við ættum að borða meira grænmeti og minna kjöt bæði heilsunnar vegna og loftslagsins vegna. Í fyrsta skipti snúast norrænu næringarráðleggingarnar bæði um hvaða matur er góður fyrir heilsuna - og fyrir umhverfið.