Fundur fólksins 2023: Nýja norræna Bauhaus-hreyfingin – Hvernig viljum við lifa og byggja í kolefnishlutlausum heimi?

16.09.23 | Viðburður
alt=""
Ljósmyndari
Nazrin Babashova / Unsplash
Hvernig viljum við lifa og byggja í framtíðinni þegar við erum hætt að raska jafnvægi og auðlindum jarðar? Hvernig verður „fyrirmyndarlífið á Norðurlöndum“ í kolefnishlutlausu samfélagi framtíðarinnar?

Upplýsingar

Dagsetning
16.09.2023
Tími
13:00 - 13:40
Staðsetning

Fundur fólksins
The Nordic House
Reykjavík
Ísland

Gerð
Umræðufundur

Við leitum í smiðju nýju norrænu  Bauhaus -hreyfingarinnar til þess að velta fyrir okkur lífsstíl framtíðarinnar og tökum höndum saman við áheyrendur til að móta sameiginlega áherslu á loftslagshlutlaust framtíðarsamfélag og daglegt líf þar sem við getum, sem fyrr, þrifist, dafnað og liðið vel – helst með listir, menningu og því um líkt að leiðarljósi.

Samfélag framtíðarinnar verður að vera kolefnishlutlaust og við verðum að draga verulega úr kolefnisútblæstri okkar. En hvernig ætlum við að byggja og lifa, og hvernig tökum við skrefin fram á veg?

Í grunninn vitum við hvert vandamálið er, og það er löggjöf, rammi og fjármagn til staðar, en samt sem áður gengur alltof hægt að hrinda nauðsynlegum breytingum í framkvæmd. Hvað getum við gert á Norðurlöndum, hvernig lítur nýja norræna Bauhaus-hreyfingin út og hvernig er draumsýn okkar fyrir árið 2050?

Þátttakendur

  • Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og meðeigandi hjá Lendager
  • Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
  • Anna María Bogadóttir, arkitekt og eigandi Úrbanistan
  • Björn Karlsson, prófessor og sérfræðingur hjá innviðaráðuneytinu

Fundarstjóri:

  • Nikolaj Sveistrup, stofnandi og framkvæmdastjóri URBAN AGENDA í Danmörku

Sérlegur áheyrnargestur:

  • Mads Wolff, framkvæmdastjóri Sustainability 2030 í Danmörku