Skapandi nemendur og loftslagsvænar fjölskyldur

22.01.20 | Fréttir
Nordic CRAFT
Ljósmyndari
Norden.org
Snjöll heimilistæki, öpp til að koma í veg fyrir matarsóun og gagnvirkir ísskápar. Þetta eru nokkrar þeirra loftslagsvænu lausna sem norrænir bekkir hafa þróað gegnum menntaverkefnið Nordic CRAFT en það er stutt er af Norrænu ráðherranefndinni. Þessar lausnir voru kynntar fyrirtækjum, nemendum, kennurum og stjórnendum frá 146 löndum á stafrænu bett-ráðstefnunni í London.

Nordic CRAFT er stytting á Creating Really Advanced FutureThinkers. Og svoleiðis eru David og Stig sem eru í 9. bekk í Niels Steensens menntaskólanum í Danmörku. Þeir eru staddir á stafrænu menntaráðstefnunni bett í London til að segja frá þátttöku bekkjarins þeirra í Nordic CRAFT. Nemendur frá Grænlandi, Færeyjum, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Íslandi og Álandseyjum hafa ásamt dönsku strákunum tveimur unnið í marga mánuði að stafrænum lausnum á því verkefni að verða loftslagsvæn fjölskylda. Hápunktur samstarfsins er kynning á lausnunum á bett-ráðstefnunni þar sem er saman komið fagfólk frá 146 löndum. Stig frá Niels Stensens menntaskólanum sagði frá verkefni bekkjarins þeirra um orkustilli sem á að draga úr orkunotkun heimilisins. Samstarfið við aðra bekki á Norðurlöndum skiptir miklu máli í þessu sambandi bætir David bekkjarbróðir hans við:   „Endurgjöfin sem við fengum frá samstarfsbekknum okkar á Íslandi bætti verulega ferlið og afurðina,“ segir David.

Endurgjöfin sem við fengum frá samstarfsbekknum okkar á Íslandi bætti verulega ferlið og afurðina

David, Niels Steensens menntaskólanum

Hæfni sem skiptir máli fyrir framtíðina

„Nordic CRAFT hefur veitt nemendum og kennurum tækifæri til þess að vinna saman að þróun stafrænna og sjálfbærra lausna á raunverulegum áskorunum þvert á Norðurlöndin. Þetta þýðir að nemendurnir hafa styrkt hæfni sem skiptir miklu máli eins og samstarf og úrlausn verkefna, gagnrýna hugsun og samskipti og þar með eru þau betur búin undir samfélag framtíðarinnar,“ segir Pernille Dalgaard-Duus, aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni sem er stödd á Bett-ráðstefnunni.

Nordic CRAFT hefur veitt nemendum og kennurum tækifæri til þess að vinna saman að þróun stafrænna og sjálfbærra lausna á raunverulegum áskorunum þvert á Norðurlöndin

 

 Pernille Dalgaard-Duus, aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni

Samkeppnishæf og græn Norðurlönd

Norræna ráðherranefndin leggur áherslu á málefni barna og ungmenna, menntun og stafræna þróun. Hin hraða þróun kallar á að börn, ungmenni og fullorðið fólk nái tökum á þeirri hæfni og færni sem til þarf til að ferðast um stöðugt stafrænni og breytilegri heim. Nordic CRAFT skiptir hér miklu máli sem vettvangur fyrir norrænt samstarf milli nemenda og kennara með það markmið að bæta hæfnina á stafræna og sjálfbæra sviðinu. Þetta er hæfni sem er mikilvæg fyrir nemendurna í samkeppni um störf í framtíðinni. Þetta styður líka við Framtíðarsýn 2030 – græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd.  

Unga fólkið gegnir lykilhlutverki

Nemendurnir sjálfir gegna lykilhlutverki í Nordic CRAFT en þeir hafa ásamt kennurum sínum verið drifkrafturinn í hinum nýskapandi lausnum. Og það eru þeirra raddir sem í dag hafa hljómað af sviðinu, í mynd og á samfélagsmiðlum. Það er engin tilviljun. Það er einfaldlega skynsamlegt að virkja unga fólkið. Þess vegna er það mikilvægur hluti af áherslu Norrænu ráðherranefndarinnar á réttindi barna og ungmenna í samræmi við Barnasáttmálann og heimsmarkmiðin.