Barnagæsla í Svíþjóð

Børnehånd og traktor
Ljósmyndari
Sandy Millar/Unsplash
Í Svíþjóð eru leikskólar fyrir 1-5 ára gömul börn. Hér getur þú séð hvaða reglur gilda um greiðslur fyrir barnagæslu og hvenær börn eiga rétt á plássi á leikskóla í Svíþjóð.

Í Svíþjóð er barnagæsla yfirleitt á vegum sveitarfélaganna og nefnist ýmist „förskola“ (leikskóli) eða „pedagogisk omsorg“ (uppeldisfræðileg umönnun) á sænsku.

Ýmiss konar barnagæsla er í boði fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Ef þú ert í vinnu, stundar nám, ert í atvinnuleit eða heimavinnandi með yngri systkini áttu rétt á gæslu fyrir börnin þín.

Foreldrar greiða sjálfir fyrir dagvistun barns í sænskum leikskóla.

Dagvistunarúrræði í Svíþjóð

Þú átt rétt á gæslu fyrir barnið þitt frá því að það verður eins árs. Þú getur ekki ætlast til þess að fá úrræði fyrr, ekki heldur þótt þú starfir í öðru landi þar sem fæðingarorlofið er styttra.

Til þess að geta sótt um dagvistun þarftu að vera með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi í Svíþjóð eða geta vottað að þú munir setjast að í sveitarfélaginu. Engar landsbundnar reglur eru um hvaða vottorði þú eigir að framvísa til að sanna að þú hyggist setjast að í sveitarfélaginu.

Hafðu samband beint við sveitarfélagið sem þú ráðgerir að setjast að í til að fá upplýsingar um hvernig þú eigir að bera þig að og hvaða kröfur það gerir um gögn til að ganga úr skugga um að þú og fjölskylda þín búi í eða hyggist setjast að í sænska sveitarfélaginu. Reglurnar er mismunandi eftir sveitarfélögum.

Samkvæmt sambandi sænskra sveitarfélaga, SKR, geta sveitarfélög ekki krafist þess að barnið sé með sænska kennitölu þegar þið sækið um dagvistun í sænsku sveitarfélagi.

Leikskólar í Svíþjóð

Í Svíþjóð er algengast að börn á aldrinum 1-5 ára séu í leikskóla (förskola). Leikskólar í Svíþjóð ná bæði yfir vöggustofur og leikskóla og er börnum skipt upp í hópa eftir aldri.

Leikskóli er uppeldisstofnun sem börn eiga aðgang að frá eins árs aldri og þar til þau byrja í undirbúningsbekk í grunnskóla (förskoleklass) eða hefja almenna skólagöngu.

Sérstök námskrá gildir fyrir leikskóla og er þeim skylt að fylgja henni. Sumar leikskólar eru reknir af sveitarfélögum og einkareknir leikskólar eru starfræktir af foreldrum.

Allir leikskólar eru opnir allan ársins hring. Leikskólar eru opnir á daginn en í sumum sveitarfélögum eru leikskólar sem eru opnir á kvöldin og um nætur. Fáðu nánari upplýsingar hjá sveitarfélaginu í Svíþjóð sem þú hyggst flytja til.

Ef þú ert atvinnulaus eða í fæðingarorlofi á barn þitt rétt á leikskólaplássi í að minnsta kosti þrjár klukkustundir á dag eða fimmtán klukkustundir á viku. Sum sveitarfélög bjóða lengri vistun.

Í Svíþjóð er settur svonefndur „hámarkstaxti" sem þýðir að þak er sett á leikskólagjöld sem foreldrarnir þurfa að greiða fyrir leikskólapláss.

Dagforeldrar í Svíþjóð

Í Svíþjóð getur dagvistun hjá dagforeldri til að mynda verið uppeldisfræðilegt starf fyrir börn sem eru innrituð heima hjá dagforeldrinu en getur líka verið lausn sem fleiri en ein fjölskylda koma sér saman um. Dagvistun getur verið valkostur við leikskóla.

Fáðu nánari upplýsingar um dagvistun hjá sveitarfélaginu í Svíþjóð sem þú hyggst flytja til.

Leikskólapláss í Svíþjóð þrátt fyrir að búa ekki í Svíþjóð

Ef þú vilt fá vistun á leikskóla fyrir barnið þitt ef þú starfar í Svíþjóð en býrð í öðru norrænu landi skaltu hafa samband við sænska sveitarfélagið sem þú starfar í til að kanna hvort það geti boðið upp á lausn fyrir þig þrátt fyrir að þú búir ekki í Svíþjóð.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna