Dánarbætur í Svíþjóð

Familie som går på et fortov
Photographer
Karl Edwards / Unsplash
Ef þú ert eftirlifandi ættmenni eða maki gætir þú átt rétt á dánarbótum í Svíþjóð. Hér geturðu lesið um sænskar reglur um fjárhagsaðstoð við andlát, ekkjulífeyri og barnalífeyri. Þú getur einnig athugað hvenær og hvernig á að sækja um greiðslu styrks frá sænsku lífeyrisstofnuninni við andlát náins aðstandanda.

Í Svíþjóð er hægt að sækja um dánarbætur við andlát náins aðstandanda. Dánarbætur eru fjárhagsleg aðstoð vegna framfærslukostnaðar sem hinn látni lagði fram.

Dánarbætur eru hluti af almennum lífeyri og eru ýmist veittar til barna, í kjölfar andláts eða til ekkju/ekkils. Hvort þú átt rétt á dánarbótum fer eftir því hvort þú ert yngri en 18 ára, maki eða ekkja.

Dánarbætur ef þú býrð í Svíþjóð

Þegar Skatteverket tilkynnir Pensionsmyndigheten um andlát einstaklings sem býr í Svíþjóð kannar Pensionsmyndigheten hvort hinn látni hafi átt aðstandendur sem eigi rétt á dánarbótum í einhverri mynd. Ef þú átt rétt á dánarbótum við andlát náins ættingja sendir Pensionsmyndigheten þér tilkynningu þar að lútandi.

Í sumum tilvikum biðja yfirvöld þig um frekari upplýsingar áður en þau geta úrskurðað hvort þú eigir rétt á dánarbótum. Pensionsmyndigheten sendir þér bréf og biður um þær upplýsingar sem vantar.

Dánarbætur eru eftirfarandi greiðslu til náinna aðstandenda

Dánarbætur eru þrenns konar greiðslur. Þú getur átt rétt á fjárhagsaðstoð við andlát náins aðstandenda ef þú ert yngri en 18 ára, gift/ur eða skráð/ur í sambúð eða ekkja.

Börn geta átt rétt á barnalífeyri

Barn getur fengið dánarbætur ef annað foreldri eða bæði eru látin. Þú telst einnig barn ef þú ert á aldrinum 18-20 ára og ert í grunnskóla eða framhaldsskóla. Barnalífeyrir er greiddur allavega þangað til þú verður 18 ára.

Maki getur átt rétt á dánarbótum í kjölfar andláts

Ef þú ert yngri en 66 ára þegar þú missir maka, hvort þið voruð gift eða í skráðri sambúð, geturðu átt rétt á dánarbótum í kjölfar andláts. Þetta á einnig við ef þið hafið búið saman án þess að vera gift, eigið sameiginleg börn eða eigið von á barni eða ef þið hafið verið gift áður eða í skráðri sambúð. Dánarbætur í kjölfar andláts eru greiddar í eitt ár. Hægt er að framlengja bótaréttinn ef þú ert forsjáraðila barna undir lögaldri.

Ekkja geta átt rétt á ekkjulífeyri

Ef þú ert kona og varst gift maka þínum 31. desember 1989 geturðu átt rétt á ekkjulífeyri. Ef þú ert fædd 1945 eða seinna og þið voruð gift fram að andláti geturðu fengið ekkjulífeyri ef tekjur þínar voru lægri en makans.

Ef þú ert yngri en 66 ára áttu fyrst og fremst rétt á dánarbótum í kjölfar andláts. Þú getur átt rétt á ekkjulífeyri til æviloka en yfirleitt lækkar ekkjulífeyririnn um það sem nemur almennum ellilífeyri við 66 ára aldur eða fyrr ef þú hefur ákveðið að hefja töku lífeyris fyrr.

Vinnutengd dauðsföll

Ef dauðsfallið er vinnutengt getur dánarbúið átt rétt á útfararstyrk. Eftirlifandi aðstandendur geta einnig átt rétt á líftryggingafé fyrir eftirlifandi.

Annar lífeyrir sem þú getur átt rétt á

Auk almenns lífeyris eiga margir einnig rétt á annars konar lífeyri. Sem aðstandandi geturðu einnig átt rétt á fjárhagsaðstoð úr samningsbundnum lífeyrissjóði eða í formi vinnumarkaðslífeyris frá vinnustað hins látna/hinnar látnu. Kannaðu málið á vinnustaðnum.

Auk þess hafa sumir persónulegar lífeyristryggingar sem geta falið í sér fjárhagsaðstoð við eftirlifandi aðstandendur. Það þýðir að þú getur átt rétt á fjárhagsaðstoð úr lífeyristryggingu hins látna.

Dánarbætur ef þú býrð utan Svíþjóðar

Sænskar dánarbætur miðast við aðstæður í Svíþjóð og eru hugsaðar sem fjárhagsleg trygging til að greiða þá framfærslu sem hinn látna/hin látna tók þátt í.

Forsenda þess að eiga rétt á sænskum dánarbótum er að hinn látni/hin látna hafi einhvern tíma starfað eða búið í Svíþjóð.

Dánarbætur miðast eingöngu við lífeyrisréttindi sem hinn látni/hin látna ávann sér í Svíþjóð. Ekki er um að ræða fasta upphæð sem á við um alla. Ef lífeyrisréttindi hins látna/hinnar látnu voru lítil í Svíþjóð eru dánarbætur lágar að sama skapi. Þá skiptir ekki máli hvort eftirlifandi aðstandandi fær lágan eða engan lífeyri í landinu sem hann/hún býr í.

Ef þú býrð utan Svíþjóðar þarftu að sækja sérstaklega um dánarbætur. Einnig þarf að sækja um dánarbæturnar ef hinn eftirlifandi er á barnsaldri og hið látna foreldri hefur aldrei átt heima í Svíþjóð.

Pensionsmyndigheten veitir þér nánari upplýsingar ef þú eða hinn látni/hin látna bjugguð eða störfuðuð í öðru norrænu landi eða ef þú og hinn látni/hin látna bjugguð ekki í sama landi.

Leiðarvísir fyrir eftirlifandi aðstandendur

Pensionsmyndigheten hefur útbúið leiðarvísi fyrir eftirlifandi aðstandendur í samstarfi við Skatteverket og Försäkringskassan með það fyrir augum að gera þér lífið léttara eftir missi náins aðstandenda.

Leiðarvísirinn er í rafrænu formi en þar er sagt frá því hver fyrstu skrefin eru eftir andlát nákomins aðstandenda og við hverju er að búast næstu mánuðina og árin varðandi búskipti, arf, dánarbú og sorgarviðbrögð.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna