Búseta á Álandseyjum

house, Åland
Ljósmyndari
Bent Blomqvist
Hér getur þú lesið þér til um sérstakar reglur og annað um húsnæðismál á Álandseyjum. Auk þess eru gefnar upplýsingar um hvar þú getur fundið þér húsnæði á Álandseyjum, búsetaíbúðir, leiguíbúðir, meðalleigu, tengil á biðlista eftir leiguíbúð í Maríuhöfn og húsnæðisbætur á Álandseyjum.

Almennar upplýsingar um búsetaíbúðir, leiguíbúðir og húsnæðisstyrki á Álandseyjum fást á síðunni um búsetu í Finnlandi.

Get ég keypt húsnæði (íbúð eða hús) á Álandseyjum?

Ef þú hefur búið á Álandseyjum í fimm ár samfellt og ert finnskur ríkisborgari getur þú sótt um álenskan heimabyggðarrétt. Álenski heimabyggðarrétturinn er forsenda kosningaréttar og kjörgengis inn á lögþingið, þess að eiga og hafa á höndum fasteignir á Álandseyjum og að stunda viðskipti á Álandseyjum. Hins vegar er mögulegt að kaupa íbúð eða hús á Álandseyjum án þess að hafa álenskan heimabyggðarrétt. Landsstjórn Álandseyja getur veitt undanþágur frá kröfunni um heimabyggðarrétt. Er hún veitt eftir að sótt er um leyfi til landkaupa.  Athugaðu að þeir sem erfa fasteignir á Álandseyjum njóta erfðaréttinda samkvæmt finnskum lögum.

Hér má lesa um skilyrði fyrir landakaupum og álenskan heimabyggðarrétt á síðum landsstjórnar Álandseyja. Einnig eru gefnir tenglar á umsóknareyðublöð á þessum síðum.

Leiguíbúðir

Öllum er frjálst að leigja.

Búsetaíbúðir

Húsnæðissamtök Álandseyja bjóða upp á 68 leiguíbúðir í Maríuhöfn. Öllum er frjálst að gerast meðlimir. Öllum ríkisborgurum ESB-ríkja er leyfilegt að leigja íbúð.

Íbúð í gegnum húseigendafélag

Kaup eru leyfð fyrir alla ríkisborgara ESB-ríkja. Um er að ræða eign í gegnum húseigendafélag og ekki þarf leyfi til kaupa.

Fasteignamiðlarar á Álandseyjum

Fasteignamiðlarar á Álandseyjum hafa mikla þekkingu á húsnæðismálum og geta svarað spurningum þínum um þau.

Fasteignamarkaðurinn á Álandseyjum

Åland Living heldur úti síðu með tenglum á alla sem miðla húsnæði sem er til leigu eða sölu. Smelltu hér til að leigja eða kaupa.

Ef þú hefur áhuga á leiguíbúðum lífeyrissjóðs sjómanna í Maríuhöfn, Sjömanspensionskassan, sem sjómenn hafa forgang á, finnur þú upplýsingar um þær á vefsíðu lífeyrissjóðsins.

Bosidan på Åland – húsnæði á Álandseyjum. Á þessari síðu eru birtar auglýsingar um húsnæði til leigu og sölu frá öllum helstu fasteignamiðlurum á Álandseyjum.

Meðalleiga á Álandseyjum

Í apríl árið 2020 var meðalleiguverð húsnæðis á Álandseyjum 10,66 evrur á fermetra. Í Maríuhöfn var hún 11,21 evrur, í sveitarfélögum á landsbyggðinni 9,08 evrur og í skerjagarðinum 8,90 evrur.

Biðlisti eftir leiguhúsnæði

Í Maríuhöfn er biðlisti eftir leiguíbúðum. Ef þú vilt leigja íbúð skilar þú inn umsókn til sveitarfélagsins Marstad.

Leiguhúsnæði er einnig í boði í öðrum sveitarfélögum á Álandseyjum og til að komast á biðlista er haft samband við viðkomandi sveitarfélag.

Húsnæðisbætur

Tilgangur húsnæðisbóta er að minnka húsnæðiskostnað heimila með lágar tekjur. Sótt er um húsnæðisbætur hjá FPA á Álandseyjum, sem tekur við umsóknum og öllum spurningum um húsnæðisbætur.

Námsmannaíbúðir á Álandseyjum

Á Álandseyjum búa flestir nemendur í ýmiss konar leiguhúsnæði í Maríuhöfn. Þú getur kynnt þér það nánar á síðu Info Norden um námsmannaíbúðir á Álandseyjum.

Nánari upplýsingar:

Hér eru gefnar upplýsingar um það helsta sem hafa þarf í huga þegar flutt er til Álandseyja:

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um álenskan heimabyggðarrétt geturðu haft samband við deild réttarfarslegra og alþjóðlegra málefna:

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna