Dagvistun á Álandseyjum

Barnomsorg Åland
Photographer
Johannes Jansson
Hér má lesa um barnagæslu og dagvistun á Álandseyjum. Boðið er upp dagvistun sem haldið er úti af sveitarfélagi eða einkarekna dagvistun, sem og stuðning fyrir heimagæslu. Það er sveitarfélagið sem þú býrð í á Álandseyjum sem heldur úti dagvistun. Þú getur einnig lesið þér til um leikskóla eða forskólastig hjá leikskólastofnun Álandseyja.

Að loknu foreldraorlofi geta foreldrar valið um dagvistun sem rekin er af hinu opinbera, einkarekna dagvistun eða stuðning fyrir heimagæslu. Leikskólar eru í öllum sveitarfélögum á Álandseyjum.

Dagvistun sveitarfélaga

Það er sveitarfélagið sem þú býrð í sem heldur úti dagvistun, en dagheimili, leikskólar og tómstundastarf eru í boði. Ef þú hefur fasta búsetu á Álandseyjum átt þú rétt á vistun barns á leikskóla eða fjölskyldudagheimili. Þú getur skilað inn umsókn um dagvistunarpláss til sveitarfélags hvenær árs sem er. Umsóknum skal helst skilað fjórum mánuðum áður en þörf er á plássi. Hægt er að fá pláss innan tveggja vikna ef þú færð atvinnu eða byrjar í námi. Hafðu samband við sveitarfélagið sem þú býrð í til að fá nánari upplýsingar.

Einkarekin dagheimili

Á Álandseyjum er boðið upp á dagvistun á bæði opinberum og einkareknum leikskólum og fjölskyldudagheimilu. Þar má til dæmis nefna Waldorf-leikskólann og dagheimili St. Mårtens, sem rekið er af Maríuhafnarsöfnuði. Leiksólinn Regnbågens verksamhet starfar samkvæmt Waldord-/Steiner-hugmyndafræðinni.

Styrkur vegna heimagæslu

Fæðingarorlofsgreiðslum lýkur þegar barnið þær um 9 mánaða aldri. Ef þú býrð á Álandseyjum sækir þú um styrk vegna heimagæslu hjá sveitarfélagi þínu. Styrkur vegna heimagæslu er föst upphæð og í sumum tilfellum einnig tekjutengd viðbót. Viðbót við styrk vegna heimagæslu er aðeins veitt fyrir eitt barn. Einnig greiða sum sveitarfélög viðbótarstyrk til þeirra sem fá styrk vegna heimagæslu. Engin einkarekin barnagæsla er rekin á Álandseyjum.

Leikskóli (forskólastig)

Á Álandseyjum fer forskólakennsla fram á leikskólum fyrir 6 ára börn. Sveitarfélagið sem þú býrð í á Álandseyjum mun gefa þér upplýsingar um forskólakennslu. Einnig eru aðrir kostir í boði en leikskólar sveitarfélaganna. Þar má til dæmis nefna Waldorf-leikskólann og leikskóla St. Mårtens, sem rekinn er af Maríuhafnarsöfnuði.

Nánari upplýsingar:

Hafðu samband við yfirvöld

Hafðu samband við sveitarfélagið sem þú býrð í eða hyggst flytja til til þess að fá upplýsingar um barnagæslu

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna