Fráfall nákomins á Álandseyjum

En anhörigs död på Åland
Photographer
Freyja Finnsdottir
Hér má lesa um hvað gera skal ef nákominn sem er með fasta búsetu á Álandseyjum eða sem er ríkisborgari í öðru norrænu landi fellur frá á Álandseyjum Þú getur meðal annars fundið upplýsingar um tilkynningu um andlát, tilynningu um andlát til annars norræns lands, arf og erfðaskatt, dánarbú, jarðaför og annað.

Þú getur fundið upplýsingar um tilkynningu um andlát, tilynningu um andlát til annars norræns lands, erfðarmál og erfðaskatt, dánarbú, jarðaför og annað á síðunni um fráfall nákomins í Finnlandi þar sem í Álandseyjum gilda sömu lög og í Finnlandi.

Tilkynning um andlát á Álandseyjum

Á Álandseyjum er það svæðisskrifstofa Álandseyja sem hefur umsjón með skráningu andláta einstaklinga með finnska kennitölu. Ef einstaklingur með fasta búsetu á Álandseyjum sem er ríkisborgari í öðru norrænu landi fellur frá á Álandseyjum er tilkynning um andlát almennt ekki send beint til yfirvalda í hinu landinu. Hafðu samband við svæðisskrifstofuna vegna þessara mála. Á síðu svæðisskrifstofunnar eru gefnar upplýsingar tilkynningar um andlát, hver gefur út dánartilkynningu, gefur jarðarfararleyfi og hvert aðstandendur þurfa að senda tilkynningu.

Jarðarfarir

Eina útfararstofan á Álandseyjum er Nocturne í Maríuhöfn, en hún getur aðstoðað þig við flest allt í tengslum við andlát. Stofan getur til dæmis skipulagt flutning fyrir sænska ríkisborgara sem falla frá á Álandseyjum en verða jarðsettir í Svíþjóð. Ef þú hefur spurningar skaltu hafa samband við Nocturne.

Dánarbætur á Álandseyjum

Í vissum tilfellum áttu rétt á bótum þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Upplýsingar um dánarbætur aðstandenda á síðunni „Dánarbætur á Álandseyjum“.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna