Leiðbeiningar: flutt til Álandseyja

Flytta till Åland
Ljósmyndari
Yadid Levy
Hér eru gefnar upplýsingar um það sem hafa þarf í huga þegar flutt er til Álandseyja og hvað þarf að gera fyrir og eftir flutning.

Ef þú flytur til Álandseyja þarftu að tilkynna ýmsum stofnunum um flutninginn. Flutningurinn getur einnig haft áhrif á hluti á borð við bætur, skatta og fleira.

Atvinnu- og dvalarleyfi á Álandseyjum

Ef þú ert ríkisborgari norræns lands getur þú flutt til Álandseyja til að búa þar og starfa án þess að þurfa vegabréfsáritun, atvinnuleyfi eða dvalarleyfi. Upplýsingar um hverjir þurfa atvinnu- eða dvalarleyfi til að flytja til Álandseyja og hvernig skráning fer fram er að finna á síðunni „Atvinnu- og dvalarleyfi á Álandseyjum“.

Skráning í þjóðskrá og kennitala á Álandseyjum

Á Álandseyjum er það svæðisskrifstofa Álandseyja sem hefur umsjón með flutningstilkynningum og skráningu í þjóðskrá og útgáfu kennitala. Hafðu gild persónuskilríki meðferðis þegar þú mætir á skrifstofuna.

Ferðir og búslóðaflutningar til Álandseyja

Hér eru gefnar upplýsingar um þær tollareglur sem gilda við flutning til Álandseyja og með hvaða leiðum er hægt að ferðast til Álandseyja.

Innflutningur gæludýra til Álandseyja

Hér eru gefnar upplýsingar um hvernig ferðast er með gæludýr á borð við hunda eða ketti þegar flutt er til Álandseyja.

Ökutæki og ökuskírteini á Álandseyjum

Hér eru gefnar upplýsingar um þær reglur sem gilda þegar flutt er með bíl til Álandseyja. Greiða þarf bifreiðaskatt, skrá ökutækið o.s.frv. en ökuskírteini sem gefin eru út í öðrum norrænum löndum gilda einnig á Álandseyjum.

Búseta á Álandseyjum

Hér eru gefnar upplýsingar um hvar þú getur fundið þér húsnæði á Álandseyjum, fasteignakaup, íbúðir í gegnum húseigendafélög, búsetaíbúðir, leiguíbúðir, biðlista eftir leiguhúsnæði, húsnæðisbætur, meðalleigu á Álandseyjum og fleira.

Endursending pósts

Hafðu samband við póstþjónustu landsins sem þú flytur frá ef þú vilt fá póst endursendan á nýja heimilisfangið á Álandseyjum.

Almannatryggingar, heilbrigðisþjónusta og fjölskyldubætur á Álandseyjum

Að vera tryggð(ur) í landi þýðir að þú nýtur réttinda í almannatryggingakerfis þess lands. Hér eru gefnar upplýsingar um almannatryggingar á Álandseyjum þegar flutt er frá Svíþjóð til Álandseyja. Einnig eru gefnar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu og fjölskyldubætur á Álandseyjum.

Stéttarfélög og atvinnuleysistryggingasjóðir

Mikilvægt er að athuga hvaða reglur gilda um atvinnuleysistryggingasjóðinn þinn áður en flutt er. Hafðu samband við atvinnuleysistryggingasjóðinn þinn til að fá upplýsingar um ferlið. Hér má lesa um stéttarfélög og atvinnuleysistryggingasjóði á Álandseyjum og hvert skal leita á Álandseyjum.

Skattar á Álandseyjum

Þegar flutt er til Álandseyja er sótt um skattstofa hjá skattstofunni á Álandseyjum. Mundu að þú berð skattskyldu í báðum löndunum yfir árið. Tilkynntu skattstofu og vinnuveitanda þínum í heimalandinu einnig um nýja heimilisfangið. Kynntu þér einnig hvaða reglur gilda ef þú býrð í einu norrænu landi en starfar í öðru á síðunni um skatta á Álandseyjum.

Lífeyrir á Álandseyjum

Hér má nálgast upplýsingar um skattlagningu finnskra og erlendra lífeyrisgreiðslna.

Opna bankareikning, farsíma- og netáskrift, rafmagnsveitusamningar og fleira

Hér eru gefnar upplýsingar um opnun bankareiknings, tryggingaþjónustur, farsíma- og netáskrift, rafmagnsveitusamninga og fjölmiðlagjald á Álandseyjum.

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna