Dagvistun barna í Danmörku

Børn på rutjsebane
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Hér finnurðu upplýsingar um dagvistun barna í Danmörku.

Vöggustofur og leikskólar

Ef barnið er á aldrinum 8 mánaða til 2 ára geturðu sótt um dagvistun á vöggustofu hjá sveitarfélaginu. Ef barnið er á aldrinum 3–6 ára geturðu sótt um leikskólavist um leið og þið eruð flutt til Danmerkur. Sveitarfélagið getur ekki úthlutað barninu pláss fyrr en það hefur fengið danska kennitölu.

Sótt um dagvistun hjá sveitarfélaginu

Ef þú óskar eftir dagvistun barns á vöggustofu eða í leikskóla hefurðu samband við leikskólasvið (pladsanvisning) sveitarfélagsins sem þú býrð í. Ef ekkert pláss er laust er barnið sett á biðlista.

Greitt er fyrir dagvistun barna

Foreldrar greiða fyrir dagvistun á vöggustofum og í leikskólum í Danmörku. Leikskólasvið sveitarfélagsins gefur upplýsingar um verð og afsláttarkjör.

Verðið getur verið breytilegt en foreldrar eiga aldrei að greiða meira en 30% af kostnaði dagvistunarinnar. Sveitarfélög sem bjóða upp á tryggða vistun geta þó farið fram á að foreldrar greiði hærri hlut.

Dagforeldrar: Valkostur við vöggustofur

Þú getur einnig sótt um vistun fyrir barnið hjá dagforeldrum. Dagforeldrar gæta barnsins heima hjá sér.

Dagforeldrar gæta í mesta lagi fimm barna í einu en börnin eru yfirleitt á aldrinum 6 mánaða til 3 ára.

Vistun hjá dagforeldri er valkostur á móti vöggustofum. Sveitarfélagið samþykkir og ræður dagforeldra og greiðir þeim laun.

Fjárframlag til gæslu eigin barna

Sum sveitarfélög veita fjárstyrk til gæslu eigin barna frá því að börnin eru 24 vikna gömul þar til þau hefja skólagöngu. Barn sem foreldri gætir fær ekki annan vistunarstyrk samtímis. Foreldri sem þiggur styrkinn er ekki heimilt að taka á móti vinnutekjum eða opinberum framfærslubótum samtímis.

Nánari upplýsingar veitir sveitarfélagið.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna