Rafræn skilríki í Danmörku - MitID

Logo for Mit ID
Photographer
Digitaliseringsstyrelsen
MitID eru rafræn skilríki sem hægt er að nota í samskiptum við hið opinbera í Danmörku og einnig við þjónustu á borð við netbanka og netverslanir.

MitID er innskráning fyrir bæði opinberar og einkareknar sjálfsafgreiðslulausnir og netbanka.

MitID kemur í stað fyrri lausnar, NemID. Ef þú hefur verið með NemID hefur þér í október 2021 borist bréf í gegnum e-boks eða borger.dk með upplýsingum um hvernig þú stofnar MitID.

Hvað er MitID?

MitID er fyrst og fremst forrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Ef þú getur ekki notað MitID-forritið geturðu pantað kóðaskrá, kóðalesara eða flögu.

Til hvers er hægt að nota MitID?

Hægt er að nota MitID til að hafa samskipti við hið opinbera í Danmörku ásamt ákveðnum öðrum tegundum af þjónustu. Meðal annars fæst aðgangur að netbanka, netverslun og samskiptum við yfirvöld, til dæmis:

  • Rafrænum pósti frá hinu opinbera (e-boks.dk)
  • Útfyllingu eyðublaða og þess háttar (borger.dk)
  • Umsóknum um nám (optagelse.dk)
  • Skattaupplýsingum (skat.dk)
  • Upplýsingum um lífeyri (pensionsinfo.dk)
  • Upplýsingum um heilsugæslu (sundhed.dk)

Hvernig fær maður MitID?

Þú getur fengið NemID ef:

  • þú hefur náð 15 ára aldri
  • þú ert með danska kennitölu
  • þú uppfyllir kröfur um skilríki (nánar á mitid.dk).

Í flestum tilvikum geturðu fengið MitID í gegnum bankann þinn. Ef þú ert ekki með reikning í dönskum banka geturðu fengið MitID hjá borgaraþjónustunni í sveitarfélaginu þínu.

Ef þú ert danskur ríkisborgari og býrð erlendis eða ef þú ert erlendur ríkisborgari geturðu fengið nánari leiðbeiningar á borger.dk.

13 og 14 ára börn geta fengið MitID. Þó hafa þau ekki aðgang að öllum þjónustum þótt þau séu með MitID.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Nánari upplýsingar

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna