Ökuskírteini í Danmörku

Tegning af elbil på græsplæne
Photographer
Sigurður Ólafsson/norden.org
Hér eru upplýsingar um hvaða ökuskírteini eru gild í Danmörku, hvernig hægt er að fá og endurnýja ökuskírteini í Danmörku og hvernig erlendu ökuskírteini er skipt út fyrir danskt.

Til þess að mega aka bifreið, vörubíl, rútu, skellinöðru eða bifhjóli í Danmörk þarf að hafa gilt ökuskírteini. Einnig þarf ökuskírteini til að aka með stóran aftanívagn. Ef þú ert 15, 16 eða 17 ára þarftu ökuskírteini til að mega aka lítilli skellinöðru.

Dönsk ökuskírteini

Hvers konar ökuskírteini eru til?

Ökuskírteini skiptast í mismunandi flokka.

 • Skellinaðra: lítil (LK), stór (AM)
 • Bifhjól: lítið (A1), meðalstórt (A2), stórt (A)
 • Bifreið: venjuleg (B)
 • Vörubíll: lítill (C1), vörubíll (C)
 • Rúta: lítil (D1), stór (D)
 • Aftanívagn: stór (E)
 • Ökutæki með aftanívagn: venjuleg bifreið (B/E), lítill vörubíll (C1/E), vörubíll (C/E), lítil rúta (D1/E), stór rúta (D/E)

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá ökuskírteini?

Ef þetta er fyrsta ökuskírteinið þitt eða ef þú vilt bæta nýjum flokk við ökuskírteinið þarftu að taka námskeið fyrir viðkomandi flokk hjá viðurkenndum ökukennara. Einnig þarftu að standast ökupróf (bóklegt og verklegt).Til þess að fá ökuskírteini í Danmörku þarftu að hafa lögheimili í Danmörku.

Þegar þú skilar inn umsókn um ökuskírteini þarftu, auk yfirlýsingar um samþykki, að hafa eftirfarandi meðferðis:

 • Góða ljósmynd
 • Vegabréf eða önnur skilríki
 • Læknisvottorð
 • Vottorð um námskeið í umferðartengdri fyrstu hjálp
 • Dvalarleyfi ef þú ert ekki norrænn eða danskur ríkisborgari og mátt ekki dveljast í Danmörku án leyfis

Sveitarfélagið kann að biðja þig um frekari gögn. Það getur til dæmis gerst ef sveitarfélagið telur nauðsynlegt að sýna fram á að þú hafir lögheimili í Danmörku.

Hjá danska ökukennarasambandinu er hægt að finna ökuskóla.

Hvenær má taka ökupróf fyrir venjulega bifreið?

Þú getur byrjað í ökunámi fyrir venjulega bifreið þegar þú ert 17 ára og 9 mánaða og þú getur í fyrsta lagi fengið ökuskírteini útgefið þegar þú hefur náð 18 ára aldri.Þann 1. janúar 2017 tóku gildi nýjar bráðabirgðareglur en samkvæmt þeim er að ákveðnum skilyrðum uppfylltum hægt að fá ökuskírteini 17 ára. Nánari upplýsingar á vefnum borger.dk.

Gildistími ökuskírteina er mismunandi eftir flokkum.

 • Ökuskírteini fyrir venjulega bifreið, skellinöðru og bifhjól gilda alla jafna í 15 ár í einu. Þó getur verið um skemmri tíma að ræða ef heilsufarslegar ástæður eru fyrir því.
 • Ökuskírteini fyrir vörubíl og rútu gilda alla jafna í fimm ár í einu.

Ökuskírteini sem gefin eru út fyrir árið 2013 gilda fram til þess tíma sem tilgreindur er á skírteininu.

Nánari upplýsingar um gildistíma ökuskírteina á vefnum borger.dk.

Er hægt að nota danskt ökuskírteini erlendis?

Venjulegt ökuskírteini gildir á öllum Norðurlöndum, í ESB og í Sviss og Liechtenstein.

Ef þú dvelst í landi utan ESB eða EES gætirðu þurft alþjóðlegt ökuskírteini. Þú getur haft samband við sendiráðið í viðkomandi landi til að fá nánari upplýsingar. Hafðu í huga að þú gætir þurft fleiri en eitt alþjóðlegt ökuskírteini ef þú ætlar að aka í fleiri en einu landi í sömu ferð.

Ef þú flytur til annars norræns lands og ert með danskt ökuskírteini þarftu alla jafna að skipta danska skírteininu út fyrir ökuskírteini sem gefið er út í landinu sem þú býrð í áður en danska ökuskírteinið rennur út.

Er hægt að nota erlend ökuskírteini í Danmörku?

Þú getur notað gilt ökuskírteini í Danmörku ef það er gefið út á Norðurlöndum, í ESB-ríki, Sviss, Liechtenstein eða Færeyjum. Sérstakar reglur gilda um grænlensk ökuskírteini.

Ökuskírteini frá ESB- og EES-löndum

Ef þú ert með ökuskírteini sem gefið er út í ESB- eða EES-landi geturðu ekið sömu ökutækjum í Danmörku og þú hefur leyfi til í landinu þar sem ökutækið er gefið út. Þú þarft þó að uppfylla þau aldursskilyrði sem eiga við um útgáfu sambærilegs dansks ökuskírteinis (með ákveðnum undantekningum fyrir ökuskírteini frá ESB- og EES-löndum).

Þótt ekki sé gerð krafa um skipti geturðu sótt um þau ef þú við. Alla jafna þarf ekki að taka ökupróf í tengslum við skiptin.

Færeysk ökuskírteini

Færeyskt ökuskírteini jafngildir að fullu dönsku ökuskírteini og veitir þér á gildistímanum rétt til að aka sömu ökutækjum á Danmörku og á Færeyjum nema að því er varðar vörubíl eða rútu ef gildistíminn er lengri en þar til þú verður 70 ára.

Þótt ekki sé gerð krafa um skipti geturðu sótt um þau ef þú við. Alla jafna þarf ekki að taka ökupróf í tengslum við skiptin.

Grænlensk ökuskírteini

Ef þú ert með grænlenskt ökuskírteini og býrð í Danmörku jafngildir það dönsku ökuskírteini. Þú þarft að geta staðfest að þú hafir sótt að minnsta kosti tvo 45 mínútna langa ökutíma hjá viðurkenndum dönskum ökukennara. Ökutímarnir þurfa að hafa náð yfir akstur í borg, dreifbýli og á hraðbraut.

Hægt er að staðfesta að þú hafir sótt ökutímana með eyðublaði sem hægt er að nálgast á heimasíðu Færdselsstyrelsen. Bæði þú og ökukennarinn þurfið að skrifa undir eyðublaðið.

Þegar þú hefur lokið við ökutímana og eyðublaðið er undirritað telst grænlenska ökuskírteinið jafngilt dönsku ökuskírteini og veitir þér réttindi til að stjórna sömu ökutækjum og á Grænlandi svo lengi sem ökuskírteinið gildir, nema gildistíminn sé lengri en þar til þú nærð 70 ára aldri fyrir ökuskírteini í flokki 2. Þú þarft að hafa bæði grænlenska ökuskírteinið og undirritaða eyðublaðið meðferðis þegar þú ekur bíl í Danmörku.

Ef þú ert með grænlenskt ökuskírteini og býrð í Danmörku geturðu einnig fengið grænlenska ökuskírteininu skipt út fyrir danskt með því að gangast undir ökupróf.

 

Ökuskírteini frá öðrum löndum

Ef þú ert með ökuskírteini sem gefið er út í öðru landi eða ökuskírteini sem þú hefur fengið í skiptum fyrir ökuskírteini í öðru landi gilda sérstakar reglur. Nánar má lesa um þær á vefsvæði danskra umferðaryfirvalda, Færdslelsstyrelsen.

Hvernig skiptir maður erlendu ökuskírteini í danskt?

Ef þú býrð í Danmörku og ert með ökuskírteini sem gefið er út í ESB- eða EES-landi eða Færeyjum geturðu í flestum tilvikum skipt ökuskírteininu út fyrir danskt. Snúðu þér til borgaraþjónustunnar í sveitarfélaginu þínu. Á vefsvæði Færdselsstyrelsen geturðu lesið um hvaða gögn þarf að hafa meðferðis.

Til að geta skipt grænlensku ökuskírteini í danskt þarftu að taka ökupróf.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Ef þú ert með spurningar um útgáfu eða skipti á ökuskírteinum skaltu snúa þér til borgaraþjónustunnar í sveitarfélaginu þínu. Almennum spurningum má beina til Færdselsstyrelsen.

Nánari upplýsingar

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna