Finnskur ríkisborgararéttur og Álandseyjar

Finskt medborgarskap
Finnskt ríkisfang er veitt við fæðingu eða með umsókn. Hér á eftir er fjallað um sérstök skilyrði fyrir herþjónustu, maka, meðumsækjendur, börn og tvöfalt ríkisfang.

Útlendingastofnun í Finnlandi, Migrationsverket, tekur við umsóknum og spurningum um finnskan ríkisborgararétt.

Finnskt ríkisfang

Álendingar eru finnskir ríkisborgarar og því gilda sömu reglur um þá og aðra finnska ríkisborgara.

Á Álandseyjum er í gildi svonefndur heimabyggðarréttur. Heimabyggðarrétturinn er í raun regluverk fyrir landakaup og eignarrétt lands.

Herskylda

Þeir sem njóta heimabyggðarréttar og sem hafa flutt til Álandseyja fyrir 12 ára aldur eru undanskildir herskyldu.

Tvöfalt ríkisfang

Finna má upplýsingar um ríkisborgararétt á Norðurlöndum á vefsíðum sendiráða landanna hér fyrir neðan. Hafðu samband við sendiráð til að fá frekari upplýsingar.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um finnskan ríkisborgararétt geturðu haft samband við útlendingastofnun í Finnlandi, Migrationsverket

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna