Álenskur heimabyggðarréttur

Åländsk hembygdsrätt
Álenski heimabyggðarrétturinn er skilyrði kosningaréttar og kjörgengis inn á lögþing, þess að eiga og hafa á höndum fasteignir á Álandseyjum og að stunda viðskipti á Álandseyjum. Heimabyggðarréttur er engin hindrun fyrir því að flytja til Álandseyja og ef þú flytur þangað getur þú keypt íbúð eða byggt hús á landareign með landakaupaleyfi án þess að hafa heimabyggðarrétt. Hér eru einnig gefnar upplýsingar um herskyldu fyrir þá sem flytja til Álandseyja.

Álenskur heimabyggðarréttur

Álenski heimabyggðarrétturinn er forsenda kosningaréttar og kjörgengis inn á lögþingið, þess að eiga og hafa á höndum fasteignir á Álandseyjum og að stunda viðskipti á Álandseyjum. Landsstjórn Álandseyja getur veitt undanþágur frá kröfunni um heimabyggðarrétt að undangenginni umsókn. Nánari upplýsingar um álenskan heimabyggðarrétt fást hér á síðu landsstjórnar Álandseyja.

Leyfi til landakaupa á Álandseyjum

Landsstjórnin getur veitt undanþágur frá kröfunni um heimabyggðarrétt vegna fasteignakaupa. Hægt er að sækja um sérstakt leyfi, leyfi til landakaupa, frá landsstjórn Álandseyja. Tilgangur reglnanna um landakaup er að land á fyrst og fremst að vera í eigu fólks sem er búsett á Álandseyjum. Allar upplýsingar um leyfi til landakaupa eru gefnar á þessari síðu landsstjórnarinnar.

Herskylda

Þeir sem njóta heimabyggðarréttar og sem hafa flutt til Álandseyja fyrir 12 ára aldur eru undanskildir herskyldu.
Ef þú hefur spurningar um herskyldu geturðu haft samband við stjórnarráðið.

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um álenskan heimabyggðarrétt geturðu haft samband við deild réttarfarslegra og alþjóðlegra málefna:

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna