Kosningaréttur á Álandseyjum

Rösträtt på Åland
Hér finnur þú upplýsingar um álensku lögþingskosningarnar og sveitarstjórnarkosningarnar sem og Evrópuþingskosningar, þingkosningar og forsetakosningar. Sérstök lög gilda um þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar á Álandseyjum. Um Evrópuþingskosningar, þingkosningar og forsetakosningar gilda sömu reglur og í Finnlandi.

Um Evrópuþingskosningar, þingkosningar og forsetakosningar gilda sömu reglur og í Finnlandi.

Lögþingskosningar

Ef þú nærð 18 ára aldri í síðasta lagi á kjördag og hefur álenskan heimabyggðarrétt hefur þú rétt til að kjósa í lögþingskosningunum. Þú getur lesið þér til um lögþingskosningarnar, kosningarétt og kjörgengi á vefsíðu álenska lögþingsins.

Sveitarstjórnarkosningar

Ef þú nærð 18 ára aldri í síðasta lagi á kjördag og hefur búið í sveitarfélagi á Álandseyjum í heilt ár fyrir kjördaginn hefur þú rétt til að kjósa í lögþingskosningunum. Þú getur lesið þér til um sveitarstjórnarkosningarnar á vefsíðu landsstjórnar Álandseyja

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um kosningarétt og kosningar á Álandseyjum geturðu haft samband við skrifstofu lögþings Álandseyja

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna