Kosningaréttur á Álandseyjum
Um Evrópuþingskosningar, þingkosningar og forsetakosningar gilda sömu reglur og í Finnlandi.
Lögþingskosningar
Ef þú nærð 18 ára aldri í síðasta lagi á kjördag og hefur álenskan heimabyggðarrétt hefur þú rétt til að kjósa í lögþingskosningunum. Þú getur lesið þér til um lögþingskosningarnar, kosningarétt og kjörgengi á vefsíðu álenska lögþingsins.
Sveitarstjórnarkosningar
Ef þú nærð 18 ára aldri í síðasta lagi á kjördag og hefur búið í sveitarfélagi á Álandseyjum í heilt ár fyrir kjördaginn hefur þú rétt til að kjósa í lögþingskosningunum. Þú getur lesið þér til um sveitarstjórnarkosningarnar á vefsíðu landsstjórnar Álandseyja
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.