Meðganga og fæðing í Danmörku

Graviditet og fødsel i Danmark
Ef þú átt von á barni áttu að hafa samband við heimilislækninn þinn. Grunnþjónusta er í boði með mæðraskoðun og viðtölum fyrir barnshafandi, en ferlið fer að sjálfsögðu eftir þörfum þínum.

Hafðu samband við heimilislækninn

Þegar þú verður barnshafandi byrjar þú á því að hafa samband við heimilislækninn en nafn hans stendur á sjúkratryggingakortinu þínu (sundhedskort).

Læknirinn sér um fyrstu skoðun og stofnar meðgönguskýrslu (vandrejournal) sem fylgir þér í gegnum alla meðgönguna.

Meðgönguskýrsla

Meðgönguskýrslan er uppfærð þegar þú ferð í skoðanir hjá lækni, ljósmóður/fæðingardeild og ómskoðunardeild.

Þegar læknirinn skoðar þig í fyrsta sinn kannar hann einnig hvar þú átt að fæða barnið út frá heilbrigðisfaglegu mati og óskum foreldranna.

Heilbrigðisþjónusta í boði á meðgöngu

Dönsk heilbrigðisyfirvöld mæla að jafnaði með eftirfarandi grunnþjónustu ef móðirin er við fulla heilsu og meðgangan er eðlileg:

  • Þrjá skoðanir hjá heimilislækni;
  • Tvær ómskoðanir;
  • 4-7 viðtöl við ljósmóður;
  • meðgönguheimsókn hjúkrunarfræðings ef við á.

Þjónusta á meðgöngu fer að sjálfsögðu eftir þörfum og óskum hverrar konu.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna