Helgidagar í Noregi

Norges flagg
Photographer
Søren Sigfusson/norden.org
Hér má finna upplýsingar um helgidaga, frídaga og aðra hátíðisdaga í Noregi

Helgidagar eru svo til þeir sömu á öllum Norðurlöndum. Hafðu þó í huga að skírdagur, annar í páskum og annar í hvítasunnu eru frídagar í Noregi en ekki í sumum öðrum Norðurlandanna.

Helgidagar í Noregi

Flest launafólk fær frí frá vinnu á helgidögum í Noregi.

  • 1. janúar: Nýársdagur
  • Mars–apríl: Páskar: skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur og annar í páskum
  • Apríl–júní: Uppstigningardagur
  • Maí–júní: Hvítasunna: Fyrsti í hvítasunnu og annar í hvítasunnu.
  • 25. desember: Jóladagur
  • 26. desember: Annar í jólum

Aðrir frídagar í Noregi

Sumir dagar sem ekki eru helgidagar geta þó gefið frí frá vinnu. Það fer eftir ráðningarsamningi eða gildandi kjarasamningi. Þessir dagar eru:

  • 1. maí: Verkalýðsdagurinn
  • 17. maí: Þjóðhátíðardagurinn/stjórnarskrárdagurinn
  • 24. desember: Aðfangadagskvöld
  • 31. desember: Gamlárskvöld

Margt launafólk fær samkvæmt samkomulagi á vinnustað einnig frí hálfan vinnudag á skírdag og 23. desember.

Aðrir hátíðisdagar í Noregi

  • Febrúar–mars: Bolludagur
  • 6. febrúar: Dagur Sama
  • 21. febrúar: Fæðingardagur Haralds konungs
  • 23. mars: Dagur Norðurlanda
  • 8. maí: Frelsisdagurinn
  • 22. júlí: Opinber sorgardagur hryðjuverkanna í Noregi 2011

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna