Helgidagar í Noregi
Ljósmyndari
Søren Sigfusson/norden.org
Hér má finna upplýsingar um helgidaga, frídaga og aðra hátíðisdaga í Noregi
Helgidagar eru svo til þeir sömu á öllum Norðurlöndum. Hafðu þó í huga að skírdagur, annar í páskum og annar í hvítasunnu eru frídagar í Noregi en ekki í sumum öðrum Norðurlandanna.
Helgidagar í Noregi
Flest launafólk fær frí frá vinnu á helgidögum í Noregi.
- 1. janúar: Nýársdagur
- Mars–apríl: Páskar: skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur og annar í páskum
- Apríl–júní: Uppstigningardagur
- Maí–júní: Hvítasunna: Fyrsti í hvítasunnu og annar í hvítasunnu.
- 25. desember: Jóladagur
- 26. desember: Annar í jólum
Aðrir frídagar í Noregi
Sumir dagar sem ekki eru helgidagar geta þó gefið frí frá vinnu. Það fer eftir ráðningarsamningi eða gildandi kjarasamningi. Þessir dagar eru:
- 1. maí: Verkalýðsdagurinn
- 17. maí: Þjóðhátíðardagurinn/stjórnarskrárdagurinn
- 24. desember: Aðfangadagskvöld
- 31. desember: Gamlárskvöld
Margt launafólk fær samkvæmt samkomulagi á vinnustað einnig frí hálfan vinnudag á skírdag og 23. desember.
Aðrir hátíðisdagar í Noregi
- Febrúar–mars: Bolludagur
- 6. febrúar: Dagur Sama
- 21. febrúar: Fæðingardagur Haralds konungs
- 23. mars: Dagur Norðurlanda
- 8. maí: Frelsisdagurinn
- 22. júlí: Opinber sorgardagur hryðjuverkanna í Noregi 2011
Nánari upplýsingar
Spurning til Info Norden
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.