Tollareglur í Danmörku

Flytte fra Danmark til udlandet
Hér geturðu lesið um tollareglur sem gilda um innflutning á vörum og búslóð til Danmerkur.

Sérstakar reglur gilda um hvað þér er heimilt að taka með þér tollfrjálst þegar þú flytur til Danmerkur eða kemur til Danmerkur erlendis frá.

Tollar þegar þú flytur frá ESB-landi

Ef þú flytur frá ESB-landi til Danmerkur er þér frjálst að taka búslóðina með þér. Þó þarftu að huga að sérstökum reglum sem gilda um innflutning á áfengi og sígarettum.

Ef þú flytur inn meira en tollfrelsismörk leyfa þarftu að hafa samband við Toldstyrelsen.

Lestu nánar á skat.dk.

Tollar þegar þegar þú flytur frá landi utan ESB

Þegar þú flytur sem einstaklingur til Danmerkur frá landi utan ESB, til að mynda Íslandi eða Noregi, er þér heimilt að taka með þér persónulega muni án þess að greiða af þeim toll. 

Persónulegir munir geta verið venjuleg búslóð, til að mynda húsgögn, fatnaður, reiðhjól, eldhústæki og heimilistæki. Krafan er sú að þú hafir átt og notað munina í að minnsta kosti sex mánuði til þess að geta flutt þá tollfrjálst inn sem búslóð. 

Auk þess eru ýmis önnur skilyrði sem þú getur lesið nánar um á skat.dk ​​​​​​​

Þegar búslóðin kemur skaltu gæta þess að gerð verði tollskýrsla í samræmi við fylgiseðilinn sem gerður var þegar búslóðin var send af stað. Yfirleitt er það flutninga- eða sendingafyrirtækið sem sér um það. Eyðublaðið er að finna á vef skat.dk: „Blanketter, dokumenter og koder“. 

Auk þess þarftu að fylla út yfirlýsingu um búslóðina. Eyðublaðið er til þess að veita upplýsingar um búslóðina og staðfesta gagnvart tollayfirvöldum að hún uppfylli kröfur um tollfrelsi.  

Tollreglur um ferðalög, netverslun og gjafir

Tollreglur sem eiga við um ferðalög, netverslun og gjafir

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna