Tollareglur í Danmörku

Séstakar reglur gilda um hvað má hafa með sér tollfrjálst þegar flutt eða komið er til Danmerkur.
Tollar þegar flutt er frá landi innan ESB
Ef þú flytur frá ESB-landi til Danmerkur er þér frjálst að taka búslóðina með þér. Þó þarftu að huga að sérstökum reglum sem gilda um innflutning á áfengi og sígarettum.
Ef þú flytur inn meira en tollfrelsismörk leyfa þarftu að hafa samband við Toldstyrelsen.
Nánari upplýsingar eru á skat.dk.
Tollar þegar flutt er frá landi utan ESB
Þegar þú sem einstaklngur flytur til Danmerkur frá landi utan ESB, eins og t.d. Íslandi eða Noregi, geturðu flutt með þér persónulegar eigur þínar án þess að greiða af þeim toll.
Til persónulegra eigna telst innbú, s.s. húsgögn, fatnaður, reiðhjól, eldhúsáhöld og heimilistæki. Gerð er krafa um að þú hafir átt og nýtt eignir þínar í a.m.k. sex mánuði áður en þú getur flutt þær með þér án þess að greiða toll.
Einnig er um fleiri skilyrði að ræða sem lesa má um á skat.dk.
Þegar eigur þínar koma þarftu að sjá til þess að útbúin sé tollyfirlýsing. Til þess er notað sérstakt eyðublað, „enhedsdokument“. Yfirliett sér flutningsfyrirtækið um að útbúa yfirlýsinguna. Skjalið á nálgast á vefnum skat.dk undir „Blanketter, dokumenter og koder“.
Einnig þarftu að fylla út yfirlýsingu um búslóð. Eyðublaðið er notað til að veita upplýsingar um hlutina og lýsa því yfir við tollayfirvöld að þeir samræmist reglum um tollfrelsi.
Tollreglur sem eiga við um ferðalög, netverslun og gjafir
Tollreglur sem eiga við um ferðalög, netverslun og gjafir
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.