Blómlegur en að hluta aðgreindur vinnumarkaður

People in Café
Photographer
Toa Heftiba, Unsplash
Efnahagslegur bati á Norðurlöndum hefur verið mikill eftir efnahagskreppuna. Atvinnuþátttaka í Svíþjóð er sú mesta innan Evrópusambandsins og á Íslandi er atvinnuþátttaka mest í allri Evrópu. Mikil atvinnuþátttaka kvenna er eftirtektarverð og er grundvallarþáttur á norrænum vinnumarkaði. Vinnandi fólki hefur beinlínis fækkað í Finnlandi síðan árið 2008 en vinnuaflið í hinum norrænu ríkjunum hefur minnkað hlutfallslega.

Í ákveðnum geirum atvinnulífsins er erfiðleikum bundið fyrir atvinnurekendur að finna starfsfólk með viðeigandi færni. En hlutur fólks sem lokið hefur námi á háskólastigi er samt sem áður vaxandi sem bendir til þess að staða Norðurlandanna sé sterk til að koma til móts við þarfir vinnumarkaðarins í framtíðinni.

Atvinnuleysi er mest í gömlum iðnaðarbæjum og á nokkrum dreifbýlum svæðum. Almennt er tilhneigingin sú að störf flytjast úr dreifbýli í þéttbýli og mörg sveitarfélög skortir sveigjanleika til þess að viðsnúa þessari almennu norrænu þróun. Íbúar í dreifbýli eru einnig ólíklegri til þess að vera menntaðir heldur en íbúar í þéttbýli.

Launasamsetningin í norræna módelinu og lágt hlutfall ófaglærðra starfa, gerir aðlögun að vinnumarkaði krefjandi fyrir innflytjendur. Áskoranir varðandi aðlögun birtast einnig í skólum í því að bilið milli árangurs innfæddra nemenda og nemenda af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda er breiðara á öllum Norðurlöndum en að meðaltali í OECD-ríkjum.

Á heildina litið stendur norrænn vinnumarkaður vel en vegna áframhaldandi breytilegs efnahagslegs landslags verða þar verulegar áskoranir áfram.

Hér má hlaða niður kaflanum um atvinnumál: 

Upplýsingar veitir