Mótið framtíð Norðurlanda

„Vinnustaðurinn er alþjóðlegur en samt mjög kunnuglegur.“ Annika Söderlund er nýr ráðgjafi á menningarmálasviði.

Starfsmenn Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar vinna á bak við tjöldin að því að móta samstarf Norðurlanda, en það er eitt elsta svæðisbundna samstarf í heimi og jafnframt það sem nýtur einna mests stuðnings almennings. Starfssviðið er víðtækt í landfræðilegum, menningarlegum og pólitískum skilningi.
Ráðgjafarnir vinna að framförum á Norðurlöndum

Ráðgjafar og aðalráðgjafar hjá Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni eru hluti af stærri heild sem vinnur að framförum á Norðurlöndum, þvert á landamæri og óháð því hvaða ríkisstjórnir eru við völd hverju sinni. Ráðgjafarnir vinna í kyrrþey í nánd við valdhafana. Þeir vita að samkomulag kemur ekki af sjálfu sér, heldur er það árangur af markvissu starfi.

Þeir kunna vel við að starfa sjálfstætt, að fást við stjórnsýsluflækjur og að vinna náið með öðrum sérfræðingum á Norðurlöndum. Í daglegu starfi skoða þeir málin í senn frá alþjóðlegum sjónarhóli þar sem unnið er að metnaðarfullum markmiðum, en um leið hafa þeir innsýn í staðbundnar aðstæður. Þeir gera sitt ýtrasta til að ná árangri sem nýst getur til að búa Norðurlöndum betri framtíð.

Í samstarfi við vinnufélaga sína hvaðanæva af Norðurlöndum vinna þeir sleitulaust og gjörnýta þann tíma sem þeir hafa til umráða til að skapa forsendur fyrir sjálfbæra langtímaþróun á Norðurlöndum. Ráðgjafastöðurnar eru tímabundnar en árangurinn af því starfi sem þeir vinna kemur einnig eftirmönnum þeirra til góða.

Ritararnir nýta skipulagsgáfu sína

Ritarar Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar eru hluti af sterkri heild sem í sameiningu nær árangri sem skilar sér langt út fyrir landamæri Norðurlanda.

Hæfileikar þeirra til að halda mörgum boltum á lofti er mikils metinn í norrænu samstarfi. Hjá okkur þarf að halda í marga þræði og stýra fjölda verkefna. Til þess þarf afburðakunnátttu á sviði verkefnastjórnunar, samhæfingar og stjórnsýslu. Ritararnir hjálpa vinnufélögum sínum í gegnum þykkt og þunnt þannig að þeir geti í sameiningu búið almenningi á Norðurlöndum sem besta framtíð.

Ritararnir starfa að ýmsum málum, meðal annars upplýsinga-, mannauðs- og upplýsingatæknimálum, og setja mark sitt á allt frá menningu og velferð til umhverfis- og menntamála, þvert á landamæri Norðurlanda. Ritarar Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar leggja metnað sinn í að undirbyggja og vinna þá grunnvinnu sem þarf til að framfarir geti orðið á Norðurlöndum. Í starfi ritara kemur sér vel að vera góður í mannlegum samskiptum og jafnframt að hafa skipulagsgáfu og auga fyrir smáatriðum.

Markaðu spor á Norðurlöndum sem starfsmaður stoðdeilda

Sem starfsmaður í stoðdeildum Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs getur þú markað þín eigin spor í norrænu samstarfi, óháð því hvort þú vinnur með bókmenntir, þróun á norðurslóðum, jafnrétti kynjanna eða að því að draga úr loftmengun. Norrænt samstarf er víðfeðmt og í stoðdeildunum er þörf á kraftmiklum og hæfum starfsmönnum sem geta náð árangri sem kemur öllum íbúum Norðurlanda til góða.

Starfsmenn stoðdeilda Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar eru hluti af sterkri heild sem saman nær árangri sem skilar sér langt út fyrir landamæri Norðurlanda. Starfsmenn stoðdeildanna starfa að ýmsum málum, meðal annars upplýsinga-, mannauðs- og upplýsingatæknimálum, og setja mark sitt á allt frá menningu og velferð til umhverfis- og menntamála, þvert á landamæri Norðurlanda.

Þeir starfa í nánd við valdhafana og geta haft áhrif á stofnanirnar og þau faglegu samstarfsnet sem samstarfið byggir á. Þeir vinna þá grunn- og stoðvinnu sem gerir fagsérfræðingum, fræði-, vísinda- og stjórnmálamönnum kleift að vinna sína vinnu. Í starfinu fyrir Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina nýta þeir menntun sína og sérfræðiþekkingu til að búa þeim 25 milljónum manna sem búa á Norðurlöndum betra líf, og styrkja um leið sinn eigin starfsferil.