Alþjóðlegt starf í Kaupmannahöfn

Það er auðveldara en maður heldur að flytja til Kaupmannahafnar og starfa innan norræns samstarfs. Margs konar störf standa til boða og starfsmenn fá aðstoð við að greiða úr hagnýtum vandamálum.

Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin búa vel að starfsfólkinu. Starf í Norræna húsinu í Kaupmannahöfn getur verið upphaf eða framhald starfsferils þíns. Á vinnustaðnum ríkir góður andi og vinnufélagarnir eru opnir, tillitssamir og vingjarnlegir. Flutningspakkinn auðveldar nýju starfsfólki að koma sér fyrir í höfuðborg Danmerkur.
Vinnustaðurinn er öll Norðurlönd

Vinnustaðurinn er í Kaupmannahöfn, en starfssviðið er öll Norðurlönd. Við hlökkum til að hjálpa þér og fjölskyldunni að koma ykkur fyrir.

Skrifstofan er í Kaupmannahöfn en öll Norðurlöndin eru vinnustaður þinn. Í Kaupmannahöfn nýtist alþjóðleg þekking þín við gerð lausna sem gagnast almenningi hvarvetna á Norðurlöndum.

Landar þínir starfa á skrifstofum Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Engu að síður verða viðbrögð að lenda í menningarlegum suðupotti Kaupmannahafnar. Þér gefst kostur á að byggja upp starfsferil þinn án þess að það bitni á heimilislífinu.

 

Andaðu að þér menningunni

Allir finna eitthvað við sitt hæfi í Kaupmannahöfn, hvort sem það eru notalegheit að hætti Dana, tónleikar eða ný norræn matargerð.

Þín bíður vinnustaður í Kaupmannahöfn, þar sem borgin ber með sér allt frá vængjaþyt sögunnar til hversdagslegra hjólreiða. Skrifstofan er staðsett í miðri borginni, beint á móti Kristjánsborgarahöll, rétt hjá metrólestarstöð og menningarlífi. 

Alþjóðlegt starfið neyðir þig ekki til að fórna maka eða börnum. Grípi þig söknuður eftir vinum og ættingjum er alþjóðlegur flugvöllur í kortérs fjarlægð frá skrifstofunni.

Hjá Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni vinnur þú ekki eingöngu að jafnrétti og velferð annarra. Þú nýtur góðs af því að starfa hjá stofnun sem situr ekki við orðin tóm heldur fléttar umrædd gildi inn í daglega starfsemi. Hringiða stjórnmálanna er annasöm, en það er líka líf fyrir utan múra valdsins.

Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin leggja sig fram um að aðstoða nýtt starfsfólk við að koma sér vel fyrir í Kaupmannahöfn, þar sem stofnanirnar eru staðsettar.

Takið fjölskylduna með

Hvert sem litið er bíða þín opnir, tillitssamir og vingjarnlegir starfsfélagar, reiðubúnir að leggja þér lið.

Það eru ákveðin umskipti að ráðast til starfa í nýju landi. Við höfum tekið saman svonefndan flutningspakka en hann á að tryggja að aðstæður þínar og fjölskyldunnar verði hinar ákjósanlegustu. Þú verður þátttakandi í annasömu og margslungnu pólitísku umhverfi en þrátt fyrir að starfið sé krefjandi bíður þín einnig líf fyrir utan múra valdsins.

Kaupmannahöfn er dásamleg borg fyrir fjölskyldur. Við viljum tryggja eins mjúka lendingu og hægt er og bjóðum því aðstoð við allt frá búferlaflutningum til leikskóla og skóla.