Að marka Norðurlöndum stöðu á alþjóðavettvangi

„The Nordic Way“ er eitt af sterkustu vörumerkjum heims. Norðurlönd standa sterkt, en starfsmönnum Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar gefst einstakt tækifæri til styrkja stöðu þeirra enn frekar og opna þau gagnvart umheiminum.
Aðalráðgjafarnir fást við stóra samhengið

Aðalráðgjafar hjá Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni eru hluti af öflugu samstarfsneti fagsérfræðinga. Þeir eru af ólíku þjóðerni en mæla allir á nánast sama tungumáli. Þekking er þungamiðjan í starfi þeirra og þeir trúa því að skynsamlegar ákvarðanir geti leitt til framfaraskrefa. Verkefnin eru krefjandi. Starfinu fylgja mikil ferðalög. Vinna þarf markvisst til að ná árangri. En það er allt jákvætt. Ferilskráin verður þeim mun sterkari og ekki síst fær maður þá tilfinningu að það starf sem unnið er skipti máli og skili árangri.

Ráðgjafar og aðalráðgjafar Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar þurfa að nýta fræðilega þekkingu sína þegar þeir, í samstarfi við aðra sérfræðinga, fræði- og vísindamenn og stjórnmálamenn, móta þá stefnu sem verður grundvöllur framtíðar Norðurlanda. Margir þeirra sem koma til starfa fyrir Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina hafa áður unnið í stjórnsýslu heimalanda sinna. Starfið í norrænu samstarfi er þá í raun beint framhald af hinu fyrra, munurinn er bara sá að í stað eins lands þarf að fást við fimm lönd og þrjú sjálfstjórnarsvæði í einu.

Í norrænu samstarfi verður sú alþjóðlega sýn sem starfsmennirnir búa þegar yfir enn mikilvægari en áður. Við getum tæplega talist vera stór í alþjóðlegu samhengi, en við þurfum á fólki að halda sem getur séð stóra samhengið.

Átta ára starf að norrænu samstarfi styrkir ferilskrána verulega. Það felur í sér staðfestingu á færni starfsmannsins og auðveldar leitina að næsta starfi á alþjóðlegum vettvangi.

Starfsmenn stoðdeilda styrkja ímynd Norðurlanda

Starfsmenn stoðdeilda Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs ferðast langt og víða í faglegum, persónulegum og landfræðilegum skilningi. Eina vikuna er á dagskrá ráðstefna á Svalbarða, aðra vikuna fundur með embættis- og stjórnmálamönnum í miðjum Stokkhólmi og þá þriðju er haldið til Brussel. Starfið býður upp á tækifæri til að byggja upp viðamikið tengslanet í mörgum löndum og þannig opna dyr sem geta leitt til nýrra starfa á alþjóðavettvangi.

Starfsmenn stoðdeildanna vinnur í hringiðu alþjóðasamskipta, en heldur alltaf fast í norræna sjónarhornið. Það vinnur með samstarfsfólki sínu í Kaupmannahöfn og um öll Norðurlönd að því að efla enn frekar það sterka vörumerki sem Norðurlönd fela í sér.

Markmiðið er að gera pólitísk stefnumið að veruleika, en líka að láta veruleikann móta pólitísk stefnumið. Viðfangsefnin og metnaður hvers og eins ræður því hversu viðamikið samstarfsnetið verður, en í því felast tækifæri til að halda áfram að starfa á alþjóðavettvangi eftir að ráðningartímabilinu hjá Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni lýkur.

Ritararnir auka sýnileika Norðurlanda

Ritarar sem starfa fyrir Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina stuðla að því í daglegu starfi sínu að marka Norðurlöndum sterka stöðu á alþjóðavettvangi. Í samstarfi við aðra starfsmenn og samstarfsaðila á Norðurlöndum hjálpa þeir til við að breiða út þekkingu, til dæmis á norrænum kvikmyndum, bókmenntum og umhverfismerkingum. Með störfum sínum kynna þeir Norðurlönd á alþjóðavettvangi þannig að íbúar annarra landa átti sig á því hver við erum og hvað við stöndum fyrir.

Ritarnir þurfa að vera nákvæmir og hafa auga fyrir smáatriðum í störfum sínum. Þeir geta einnig tekið þátt í því að móta eigið starf.