Sækið um störf hjá okkur

Mennesker, der griner
Photographer
Ricky John Malloy
Öll laus störf hjá okkur eru auglýst á vefnum norden.org og vefsíðum um öll Norðurlönd. Skilyrði er að umsækjendur um störf í norrænu samstarfi séu norrænir ríkisborgarar.
Frá umsókn í atvinnuviðtal

Umsóknir eru sendar inn í gegnum norden.org. Ekki er tekið á móti óumbeðnum umsóknum.

• [Lausar stöður]

Yfirleitt eru fimm umsækjendur boðaðir í viðtal. Viðtölin fara að jafnaði fram á skrifstofum Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs, Ved Stranden 18 í Kaupmannahöfn.

Auk yfirmanns þeirrar deildar sem sótt er um starf hjá er oft einnig viðstaddur starfsmaður úr sömu deild og fulltrúi mannauðsdeildar.

Komi umsækjendur erlendis frá til viðtalsins í Kaupmannahöfn greiðum við ferðakostnað.

Umsækjendur sem komast áfram í ferlinu eru stundum boðaðir í annað viðtal áður en endanleg ákvörðun er tekin um ráðningu. Seinna viðtalið fer einnig fram í Kaupmannahöfn. Í tengslum við það hittir umsækjandinn yfirleitt líka fulltrúa starfsmannafélagsins. Einnig eru þá veittar upplýsingar um flutningsstyrkinn okkar, en hann auðveldar búferlaflutningar til Kaupmannahafnar til muna.

Við ráðningu í sumar stöður óskum við eftir því að hæfustu umsækjendurnir þreyti hæfnispróf.

Við leitumst við að ráðningaferlið gangi greitt og lipurlega fyrir sig, en þar sem að við eigum oft viðtöl við umsækjendur alls staðar að frá Norðurlöndum, getur ferlið dregist á langinn og tekið allt að sex vikum. Velkomið er að spyrjast fyrir um framvindu mála í tölvupósti: hr@norden.org.

Helstu hæfniskröfur í mismunandi starfsflokka

Skipta má starfsfólki Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar í fjóra meginstarfshópa en þeir eru:

• Deildarstjórar

• Aðalráðgjafar og ráðgjafar

• Almennt starfsfólk

• Deildarritarar og ritara

Sömu tungumálakröfur eru gerðar til allra starfshópa: Allt starfsfólk þarf að tala og skrifa reiprennandi dönsku, norsku eða sænsku, en það eru vinnutungumál okkar. Allt starfsfólk okkar þarf einnig að tala reiprennandi ensku.  Um ákveðin störf sem felast í samstarfi við Eystrasaltsríkin gildir einnig sú krafa að starfsfólk geti átt samskipti á tungumáli heimamanna.

Skilyrði er að starfsfólkið sé norrænir ríkisborgarar. 

Einnig viljum við að starfsfólk okkar

• búi yfir víðtækri og góðri fagkunnáttu á sínu sérsviði,

• skapi góðar og einfaldar lausnir,

• eigi frumkvæði, miðli af þekkingu sinni og taki ábyrgð,

• sýni öðru fólki virðingu og traust og mæti því með opnum huga.

Fyrir utan starfsfólk sem er sérhæft á ákveðnum sviðum ráðum við einnig fólk með sérþekkingu á sviði samskipta, upplýsingatækni, fjármála, þjónustugreina og mannauðsmála.

Það er kostur, en ekki krafa, að starfsfólk hafi starfað hjá stjórnsýslu ríkisins, hinu opinbera eða hjá alþjóðastofnun.

Aðildarlöndin skiptast á að gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Í því felst að fundað er víða um Norðurlönd og því þarf starfsfólkið að vera reiðubúin að verja mörgum dögum á ári í ferðalög.

Við leggjum áherslu í ráðningum á fjölbreytileika varðandi kyn og þjóðerni og gætum þess vandlega að starfsfólk okkar sé frá öllum Norðurlöndum. Þannig stöndum við vörð um norræna vídd hjá öllum stofnunum okkar.

Skrifstofur Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar og Norræna menningarsjóðsins eru allar undir sama þaki í miðborg Kaupmannahafnar. Starfskjörin eru þau sömu hjá öllum stofnunum.

Áskrift að starfavöktun

Áskrift að starfavöktun sendir þér tilkynningu um leið og störf í norrænu samstarfi eru auglýst til umsóknar.

Hægt er að sérsníða áskriftina að þeim efnisflokkum og stofnunum sem óskað er eftir. Þú færð tilkynningu um leið og norrænt starf sem samsvarar óskum þínum er auglýst til umsóknar.

Hlutastörf fyrir námsfólk

Námsfólk getur hlutastörf í Norræna húsinu. Námsfólk í hlutastörfum á að vera í námi í háskóla eða hliðstæðri menntastofnun og geta unnið 10-15 klst. á viku. Skilyrði er að námsfólkið tali og skrifi reiprennandi dönsku, norsku eða sænsku. Verkefnin eru mjög fjölbreytileg. Við leggjum áherslu á að námsfólkið sem starfar hjá okkur fái hentug og þroskandi verkefni, en mörg verkefni eru praktísk og vanabundin.

Vinnutíminn er mismunandi eftir vinnustöðum og fylgir reglum í hverju landi, en að jafnaði er gert ráð fyrir 1-2 vinnudögum á viku. Við væntum þess að námsfólkið sýni ákveðinn sveigjanleika. Við sýnum sveigjanleika á móti, til dæmis þegar próflestur stendur yfir.

Starfsnám í norrænu samstarfi

Skrifstofur Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs og Norræna menningarsjóðsins bjóða árlega upp á starfsnámsstöður í Kaupmannahöfn fyrir námsfólk frá Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Starfsnámið er gott tækifæri til að kynnast norrænu samstarfi og vinna að fjölbreyttum og þroskandi verkefnum. Starfsnámsstöðurnar tengjast yfirleitt ákveðnum verkefnum og starfstímabilið er 3-6 mánuðir.

Skilyrði er að umsækjendur um starfsnám í norrænu samstarfi séu skráðir í nám hjá norrænni menntastofnun og tali og skrifi jafnframt dönsku, norsku eða sænsku reiprennandi. Allar starfsnámsstöður eru auglýstar á síðu yfir laus störf á vefnum norden.org. Við hvetjum fólk til að gerast áskrifendur að starfavöktun og fá tilkynningu um allar starfsnámsstöður um leið og þær eru auglýsingar. Ekki er tekið á móti óumbeðnum umsóknum.

Engar starfsnámsstöður eru í boði á sumrin í norrænu samstarfi.