Ástand Eystrasalts og samstarf í kjarnorkumálum á dagskrá Norðurlandaráðs í september

02.09.23 | Fréttir
Havsbild tagen av Johannes Jansson. 

Havsbild tagen av Johannes Jansson. 

Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Norðurlandaráð kemur saman til fundar í fyrsta sinn í haust í Kaupmannahöfn dagana 4.–5. september. Á dagskrá verður meðal annars norrænt samstarf á sviði kjarnorkumála og ástand Eystrasaltsins.

Norræna sjálfbærninefndin mun á fundinum fjalla um tvær tillögur sem varða slæmt ástand Eystrasalts. Önnur tillagan lýtur að því að Norræna ráðherranefndin rannsaki áhrif togveiða á lífríki hafsins og fiskistofna Eystrasalts ásamt mögulegum takmörkunum á slíkum veiðum í Eystrasalti. Nefndin mun einnig fjalla um tillögu um að Norræna ráðherranefndin marki stefnu um velferð Eystrasalts með áherslu á líffræðileg fjölbreytni, ofauðgun, hættuleg efni og starfsemi á sjó.

Norrænt samstarf í kjarnorkumálum

Norræna þekkingar- og menningarnefndin mun fjalla um tillögu um aukið samstarf í kjarnorkumálum á Norðurlöndum. Samkvæmt tillögunni er þörf á að tryggja aukna og samræmda starfshæfni á Norðurlöndum á sviði kjarnorku.

Ný finnsk landsdeild

Septemberfundurinn er sá fyrsti hjá nýrri landsdeild Finnlands sem skipuð var eftir þingkosningarnar í vor. Nokkrir fulltrúar í sendinefndinni eru nýir í Norðurlandaráði. Á fundinum verður þeim formlega úthlutað sætum í nefndum Norðurlandaráðs og forsætisnefnd.