Aukið norrænt samstarf getur fært okkur nær loftslagsmarkmiðum

02.12.23 | Fréttir
fathi birol cop27
Photographer
Andreas Omvik
Á tímum þegar losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu er í sögulegu hámarki fer þörfin á því að setja aukinn kraft í grænu umskiptin ekki á milli mála. Öll norrænu löndin hafa sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2050. Ný skýrsla sýnir að þau markmið munu ekki nást miðað við núverandi gang mála og lagt er til aukið norrænt samstarf til þess að svo megi verða.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, stendur fyrir dyrum og heimsbyggðin lítur yfir loftslagsaðgerðir sínar og það á einnig við um Norðurlönd. Í nýútkominni skýrslu, Nordic Stocktake – Pathways to Climate Neutrality, er farið yfir losun norrænu landanna á gróðurhúsalofttegundum og bent á úrlausnarefni á svæðinu þegar kemur að því að uppfylla markmiðin um kolefnishlutleysi.

Tölurnar tala sínu máli

Frá 1990 til 2021 dróst losun á Norðurlöndum aðeins saman um 26 prósent og má rekja mest af þeim samdrætti til orkugeirans. Á sviði iðnaðar, samgangna og landbúnaðar eigum við því enn langt í land.

„Norðurlönd réðust snemma í orkuskipti og það hefur borið ávöxt og sett kraft í þróun grænna lausna og iðnaðar. Margar atvinnugreinar hafa þó dregist aftur úr og þar er þörf á frekari aðgerðum. Norrænu ríkin hafa sett sér það markmið að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Þetta er hægt – Norðurlönd hafa bæði tólin og getuna til þess að hrinda þessum grænu umskiptum í framkvæmd, sérstaklega ef við færum okkur í nyt styrkinn sem felst í norrænu samstarfi,“ segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem einnig er formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál á árinu 2023.

Fra 1990 til 2021 er udledningerne kun blevet reduceret med 26 procent på tværs af de nordiske lande.

Nordic Stocktake – Pathways to Climate Neutrality

Norrænt samstarf getur sett kraft í umskiptin

Góðu fréttirnar eru þær að aukið norrænt samstarf getur ýtt undir græn umskipti á öllum sviðum þar sem margar helstu áskoranirnar eru þær sömu í öllum norrænu löndunum. Á hvaða sviðum þurfum við að gefa í til þess að geta náð markmiðum okkar um kolefnishlutlaus Norðurlönd? Í verkefninu er ýmis atriði nefnd.

Meðal annars er lagt til að fram fari sameiginleg greining á áhættu og hvatakerfum í tengslum við vel heppnaða innleiðingu kolefnisgjalda í landbúnaði og í skýrslunni er bent á að norrænu löndin ættu að skiptast á reynslu af því hvernig losun frá notkun er meðhöndluð.

„Þótt við höfum náð að draga töluvert úr losun frá orkugeiranum þarf mun meira að koma til frá öðrum geirum til þess að Norðurlönd geti orðið kolefnishlutlaus,“ segir Andras Lind, aðalráðgjafi hjá hugveitunni Concito sem leiddi verkefnið.

Deltag i rapportlanceringen

På COP28 gør verden status på vores klimahandling og således også Norden. Kom med til lanceringen af rapporten Nordic Stocktake – Pathways to Climate Neutrality i den nordiske pavillon på COP28 d. 2. december kl. 14-14:45. Eventet livestreames her på norden.org.

Staðreyndir:

- Skýrslan var unnin af CONCITO í samstarfi við norsku loftslagshugveitun CICERO, sænsku umhverfisstofnunina (IVL), Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og finnsku ráðgjafastofuna Tyrsky Consulting. Nánari upplýsingar hér.

- Skýrslan er hluti af verkefninu „Climate transition in the Nordics“ sem styður við markmið Framtíðarsýnar okkar 2030 um að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. 

- Skýrslan Nordic Stocktake var unnin fyrir norræna vinnuhópinn um loftslagsmál og loftgæði (NKL) innan verkefnisins loftslagsumskipti á Norðurlöndum. Norræna ráðherranefndin fjármagnaði skýrsluna.

Staðreyndir