Forkólfur úr norsku atvinnulífi í Stjórnsýsluhindranaráðið

28.09.18 | Fréttir
Vibeke Hammer Madsen

Vibeke Hammer Madsen, fulltrúi í Stjórnsýsluhindranaráðinu

Photographer
Anna Rosenberg
Einn af reyndustu forkólfum norsks atvinnulífs, Vibeke Hammer Madsen, tekur sæti í Stjórnsýsluhindranaráðinu. „Ég er afar árangursmiðuð,“ segir hún.

Norræna stjórnsýsluhindranaráðið vinnur að því að reyna að ná fram pólitískum lausnum á stjórnsýsluhindrunum, hindrunum sem takmarka hina frjálsu för á Norðurlöndum.

Oft hafa borist tilkynningar um hindranir frá fólki og fyrirtækjum sem hafa lent í vandræðum við að starfa eða hefja rekstur í norrænu grannríki. Þetta getur verið allt frá því að fá ekki atvinnuleysisbætur til ósamræmanlegra byggingareglugerða sem valda byggingafyrirtækjum vandræðum við að starfa þvert á landamæri.

Í nálægð fyrir fyrirtækin

„Í mínum huga liggur beint við að fulltrúar atvinnulífsins eigi aðild að Stjórnsýsluhindranaráðinu. Flæði vöru og þjónustu yfir landamæri er Norðurlöndunum afar mikilvægt. Ég hef verið í nánu sambandi við fyrirtækin í mörg á svo ég hef góða innsýn í það hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Vibeke Hammer Madsen.

Vibeke Hammer Madsen hefur verið framkvæmdastjóri norsku atvinnulífssamtakanna Virke í sextán ár og undir stjórn hennar hefur félögum fjölgað úr 9.000 í 21.000.

Erfitt fyrir minni fyrirtæki

Hún hættir störfum eftir fáeina mánuði og verður þá frjálsari og hefur meiri tíma til annarra starfa; setu í nokkrum stjórnum og vinnu við norrænar stjórnsýsluhindranir.
 

Hvernig lítur þú á möguleikana til þess að reka fyrirtæki þvert á landamæri á Norðurlöndum?
„Stóru fyrirtækin – Orkla, Telenor, Hydro – finna lausnir. En fyrirtæki bæði í Noregi og í hinum norrænu ríkjunum eru fyrst og fremst lítil og meðalstór. 90 prósent norskra fyrirtækja eru með innan við 20 starfsmenn.  Stjórnsýsluhindranirnar geta verið þessum fyrirtækjum óyfirstíganlegar,“ segir hún.

Sterkt umboð

Norrænu forsætis- og samstarfsráðherrarnir styrktu starfsumboð Stjórnsýsluhindranaráðsins í ársbyrjun 2018. Þar er skýrt að Stjórnsýsluhindranaráðið á að stuðla að því að raungera þá framtíðarsýn norrænu forsætisráðherranna að Norðurlönd verði „best samþætta svæði heims“.
Meðal annars fá fulltrúar þjóðanna fá nú aukið rými til að sinna störfum sínum og hafa til dæmis heimild til að kalla til fundar viðeigandi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og aðra aðila sem geta átt þátt í að draga úr stjórnsýsluhindrunum.

Vill leysa úr viðskiptahindrunum

„Það skiptir mig miklu máli að þessi vinna sé forgangsmál forsætisráðherra allra norrænu ríkjanna og að vilji standi til þess að ná raunverulegum árangri.“
 

Hverju vonast þú til að ná fram?


„Ég ætla að þrýsta á að leyst verði úr viðskiptahindrunum en ég er enn of ný í ráðinu tl þess að hafa haft tækifæri til þess að forgangsraða þeim. Nú verð ég að koma mér upp tengslaneti í Noregi. Mér er mjög umhugað um hina hagnýtu vinnu. Ég verð að sjá árangur,“ segir Vibeke Hammer Madsen.

Contact information