Norðurlandaráð tekur þátt í alþjóðasamstarfi um stafræna væðingu

28.03.22 | Fréttir
Lulu Ranne och Hanna Katrín Friðriksson på Benelux-parlamentets vårsession 2022.

Lulu Ranne och Hanna Katrín Friðriksson.

Photographer
Marcel Vanhulst / Brussels Parlaiment

Lulu Ranne (í miðjunni) og Hanna Katrín Friðriksson (yst til hægri) voru fulltrúar Norðurlandaráðs á fundinum í Brussel.

Norðurlandaráð, Eystrasaltsríkjaráðið og Benelúx-þingið hafa undirritað sameiginlega yfirlýsingu um stafræna væðingu. Það var gert í tengslum við vorþing Benelúxþingsins í Brussel en þar efndu stofnanirnar þrjár einnig til óformlegra umræðna um stríðið í Úkraínu.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að þingin þrjú hyggist vinna saman og miðla milli sín reynslu á sviði stafrænnar þróunar. Auk þess ætla þau í sameiningu að greina áskoranir á þessu sviði og læra af lausnum hvers annars.

„Samstarf milli landa og svæða um stafræna þróun er mikilvægt bæði til þess að kerfin virki í heimi sem sífellt verður tengdari og hnattvæddari en einnig til þess að læra hvert af öðru gegnum samstarf og nýskapandi lausnir,“ segir í yfirlýsingunni.

Þingin þrjú líta á stafræna væðingu sem forgangsmálefni og telja að í henni felist ný tækifæri á mörgum sviðum. Jafnframt hvetja þau til frekari umræðna um grundvallarréttindi og vernd einstaklingsins og hvernig stjórnvöld og almenningur eigi að takast á við aukna stafræna væðingu.

Einnig rætt um Úkraínu

Þá var haldinn óformlegur umræðufundur um innrás Rússlands í Úkraínu í tengslum við vorþingið. Lulu Ranne varaforseti Norðurlandaráðs lagði í máli sínu áherslu á þann ótvíræða stuðning sem Úkraína fékk á þemaþinginu í síðustu viku.

Þá lagði hún einnig áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs sem svar við rússnesku innrásinni.

„Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Benelúx-löndin hafa um langt skeið verið nánir samstarfsaðilar og stríðið og sú hernaðarlega og pólitíska kreppa sem nú stendur í Evrópu undirstrikar aðeins mikilvægi þess að eiga nána evrópska vini. Gildi okkar eru þau sömu og virðingin fyrir mannslífum. Norðurlandaráð, stendur ásamt Eystrasaltsríkjaráði og Benelúx, alltaf með friði, lýðræði, mannréttindum,“ sagði Lulu Ranne.

Lulu Ranne benti einnig á að við þurfum „yfirlýsingar“ en að raunveruleg úrræði skipti alltaf meira máli.

„Við stjórnmálafólk höfum tækifæri til að gera miklu meira og í samstarfi við vini okkar í Eystrasaltsríkjunum og Benelúx erum við sterkari og getum hjálpað íbúum Úkraínu miklu betur en ef við vinnum hvert í sínu lagi.

Hanna Katrín Friðriksson var fulltrúi Norðurlandaráðs, auk Lulu Ranne, en hún situr í forsætisnefnd.

Sameiginleg yfirlýsing Norðurlandaráðs, Eystrasaltsríkjaráðsins og Benelúx-þingsins um stafræna væðingu

Joint statement Baltic Assembly, Benelux Parliament and Nordic Council on digitalization [Sameiginleg yfirlýsing Eystrasaltsþingsins, Benelúxþingsins og Norðurlandaráðs um stafræna væðingu]

  • All over the world, developments in the field of digitalization (including artificial intelligence) are rapidly accelerating to the benefit of citizens and the green transition.
  • Digitalization offers many opportunities, but they require a debate about public values, fundamental rights, protection of the individual and how countries, administrations and citizens should deal with these developments.
  • Cooperation between countries and regions concerning digitalization is important both for systems to be operable in an ever more connected and globalised world, but also to learn from each other through cooperation and innovative solutions. Cooperation in Europe will also contribute to strengthening Europe's position in the field of digitalization, not least through the European Union, which has made digitalization one of the main priorities for the Union and in 2020 launched the strategy “Europe Fit for the Digital Age”. Furthermore, a fragmented approach leads to higher costs and undesirable differences and border effects between countries.
  • The Baltic, Benelux and the Nordic states have all demonstrated their ambitions in the field of digitalization. For example, in 2016 the Prime Ministers of the three Benelux Member States issued a joint statement underlining the ambition and potential of the three countries to be digital pioneers and to act as role models in promoting the digital single market within the European Union. In October 2020, the ministers responsible for digital development in the Nordic and Baltic countries adopted The Ministerial Declaration Digital North 2.0 that builds on the common priorities of the Nordic-Baltic countries and follows the previous ministerial declaration, Digital North 2017-2020, the Nordic Prime Ministers’ 5G Letter of Intent, the Nordic-Baltic AI Declaration, and the vision for the Nordic Council of Ministers, Our Vision 2030.
  • The three parliamentary assemblies have actively taken up the theme of digitalization. The Baltic Assembly adopted several recommendations on artificial intelligence and digitalization in 2020. For example, one of the recommendations deals with the development of common digital infrastructure in the three Baltic states. The Nordic Countries have launched a common vision for 2030 which has a goal of being the most integrated region in the world, including digital integration. This can only be achieved by working with like-minded regions and partners. At the end of 2019, the Benelux Parliament adopted a recommendation entitled "The Benelux as a digital forerunner in Europe".
  • The Baltic Assembly, the Benelux Parliament and the Nordic Council declare that they want to cooperate and exchange experiences concerning developments in the field of digitalization, jointly identify challenges in the field of digitalization, and learn from each other's solutions to strengthen parliamentary cooperation.
  • The Baltic Assembly, the Benelux Parliament and the Nordic Council are further shaping the cooperation on digitalization by informing each other on recommendations they have adopted and relevant developments in their regions, by inviting each other to meetings on the theme of digitalization such as the recent webinar hosted by the Nordic Council and the European Parliament in March 2021 on digitalization. The three parliamentary assemblies are also welcoming joint activities in the field of digitalization.

- Norðurlandaráð var stofnað árið 1952 og er þing opinbers samstarfs Norðurlanda. Ráðið skipa 87 fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

- Benelúx-þingið er samstarfsvettvangur Belgíu, Hollands og Lúxemborgar. Það var stofnað 1955 og er skipað 49 fulltrúum.

- Eystrasaltsríkjaráðið er samstarfsvettvangur þjóðþinga skipað fulltrúum Eistlands, Lettlands og Litháen. Það var stofnað 1991.