Samstarfsráðherrar Norðurlanda héldu fund um kórónaveiruna

18.03.20 | Fréttir
De nordiska samarbetsministrarna sammanträdde per videolänk
Ljósmyndari
Jonas Wendel

Norrænu samstarfsráðherrarnir funduðu í gegnum fjarfundabúnað

Samstarfsráðherrar Norðurlanda undir forystu Mogens Jensen frá Danmörku héldu með sér fjarfund á miðvikudag til að skiptast á upplýsingum um baráttuna gegn útbreiðslu kórónaveirunnar.

Meginþungi umræðnanna var á nauðsyn þess að samhæfa aðgerðir til að draga úr vandræðum þeirra sem sækja vinnu yfir landamæri innan Norðurlanda og slæmum afleiðingum fyrir verslun milli landanna.

Jafnframt lögðu ráðherrarnir áherslu á áframhaldandi samstarf embættismanna- og ráðherranefnda með aðstoð fjarfundabúnaðar svo að unnt verði að ná markmiðum fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlana varðandi framtíðarsýnina fyrir árið 2030.

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, sat fund ráðherranna. „Einnig við þessar fordæmalausu aðstæður, þegar löndin eiga öll fullt í fangi með COVID-19, hafa ráðamenn í löndum okkar mikið gagn af því að skiptast á upplýsingum um þekkingu og reynslu, eins og kom skýrt fram á fundinum í dag,“ segir Paula Lehtomäki.

Helbrigðismálaráðherrar Norðurlanda koma saman á fjarfundi á fimmtudag.