Tungumálaskilningur skapar samstöðu

07.02.20 | Fréttir
Ungt fólk á Norðurlöndum vill skilja hvert annað betur milli landa. Unga fólkið lýsir eftir nýrri hugsun í tungumálakennslu og tækifærum til að hittast. Þetta var skýr boðskapur til norræns stjórnmálafólks frá unga fólkinu sjálfu.

Skömmu fyrir áramót hittust 78 ungmenni frá öllum Norðurlöndunum í þrjá daga á Íslandi til þess að ræða um tungumál. Áhuginn var mikill og sömuleiðis fjölbreytni tungumála þar sem þátttakendur töluðu dönsku, finnsku, færeysku, grænlensku, íslensku, norsku, samísku og sænsku. Ungt fólk með bakgrunn í tungumálum flóttafólks og málminnihlutahópa tók einnig þátt í ráðstefnunni. Til þess að staða allra gagnvart tungumáli væri sameiginleg fóru umræður fram á ensku en þátttakendur fengu samt sem áður smjörþefinn af tungumálum hvers annars. Lykilskilaboðin eru þau að fundir fólks frá mismunandi löndum skapi áhuga á að læra tungumál.

Til þess stóðu einmitt vonir íslenska ráðherrans, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, þegar hún ákvað að efna til þessarar ráðstefnu. Hún tók við niðurstöðum unga fólksins að ráðstefnunni lokinni.

Hér að neðan má sjá meira um það sem unga fólkið upplifði og um skoðanir þeirra á mikilvægi þess að við skiljum hvert annað á Norðurlöndum.