Viðburðinum Nordic Bridges hleypt af stokkunum í Kanada

18.09.19 | Fréttir
Nordic Bridges
Photographer
Harbourfront Centre

Marah Braye, framkvæmdastjóri Harbourfront Centre 

Nordic Bridges, menningarviðburður norrænu menningarmálaráðherranna, fer fram í Kandada árið 2021. Kanadískum menningarskipuleggjendum hefur nú verið boðið að senda inn tillögur að verkefnum vegna viðburðarins sem standa mun í heilt ár, ná til alls landsins og fela í sér miðlun menningar milli Norðurlandanna og Kanada.

Nordic Bridges, sem standa á allt árið 2021 mun beina kastljósinu að norrænum listum og menningu á ýmsum sviðum. Harbourfront Centre í Torontó, ein af leiðandi alhliða lista- og menningarmiðstöðvun Kanada, fer fyrir verkefninu og er nú að hefja undirbúningsvinnuna. Framkvæmdastjórinn segir frá því sem vænta má.

Nordic Bridges mun tengja áheyrendur um allt Kanada við norræna samtímamenningu og hugmyndir gegnum listir og sýningar til að fagna því sem við eigum sameiginlegt og skapa um leið nýja reynslu,“ segir Marah Braye, framkvæmdastjóri Harbourfront Centre. „Í verkefnunum verður kallað eftir alþjóðlegu samstarfi styrkingu á verkefnum með áherslu á Norðurlöndin sem þegar eru fyrir hendi gegnum fjórar grunnstoðir: listræna nýsköpun, aðgengi og samþættingu, sjónarmið frumbyggja og sveigjanleika.“

Í verkefnunum verður kallað eftir alþjóðlegu samstarfi og styrkingu á verkefnum með áherslu á Norðurlöndin sem þegar eru fyrir hendi gegnum fjórar grunnstoðir: listræna nýsköpun, aðgengi og samþættingu, sjónarmiðum frumbyggja og sveigjanleika.

Marah Braye, framkvæmdastjóri Harbourfront Centre

Áhersla á sjálfbærni

Listræn nýsköpun, lágmörkun kolefnisspors og að sýna fram á hvernig listir og menning geta verið ómissandi grunnþáttur í samfélaginu, þetta voru mikilvægar röksemdir þegar norrænu menningarmálaráðherrarnir ákváðu síðastliðið vor að Kanada yrði gestgjafaþjóðin næsta samnorræna menningarverkefnisins – Nordic Bridges.

 „Við erum afar ánægð með að kynna Kanada sem gestgjafa samnorræna menningarverkefnisins árið 2021 og við fögnum miklum metnaði þeirra, ekki síst þegar kemur að sjálfbærni, samþættingu og að kanna nýjar leiðir í listrænni tjáningu. Með loftslagsaðgerðir ofarlega á dagskrá um heim allan trúum við að Nordic Bridges verði vettvangur fyrir samræður um þá tíma sem við lifum á og muni styrkja tengsl milli Norðurlandabúa og fólks vítt og breitt um Kanada”, segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarráðherra Íslands, fyrir hönd allra norrænu menningarmálaráðherranna átta.

Með loftslagsaðgerðir ofarlega á dagskrá um heim allan trúum við að Nordic Bridges verði vettvangur fyrir samræður um þá tíma sem við lifum á og muni styrkja tengsl milli Norðurlandabúa og fólks vítt og breitt um Kanada.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarráðherra á Íslandi

Tengsl við nærumhverfi lykill að árangri

Tengsl við nærumhverfi gegnum kraftmiklar listastofnanir ásamt stuðningi starfsstöðva utanríkisþjónustu norrænu ríkjanna erlendis hafa skipt sköpum fyrir fyrri verkefni og það sama á við um Nordic Bridges.

Hið þekkta Harbourfront Centre og samstarfsaðilar þess um gjörvallt Kanada stefna að því að koma á fót samstarfi við fjölbreyttan hóp fólks sem starfar að menningu og byggja brýr að mismunandi samstarfsnetum og stöðum.

Norrænu sendiráðin í Kanada léku lykilhlutverki við að tryggja að Kanada yrði gestgjafi norræna menningarverkefnisins árið 2021 með eftirfarandi yfirlýsingu norrænu sendiherranna:

„Norrænu sendiráðin í Ottawa hlakka til að vinna með Harbourfront Centre og samstarfsaðilum um allt Kanada. Verkefnið mun vekja athygli á norrænni samtímamenningu og listrænni nýsköpun, skapa verðmæt tengsl og tækifæri fyrir norræna listamenn og um leið einstaka reynslu fyrir kanadíska listneytendur. Þetta verkefni mun sýna fram á að menning og listir eru grunnþættir þegar byggja á brýr á öllum sviðum milli samfélaga sem eru frjáls, byggja á jafnrétti og eru samþætt og sjálfbær.“

Fylgist með framhaldinu

Ekki missa af fréttum og því sem efst er á baugi frá Nordic Bridges með því að fylgjast með #NordicBridges og einnig: