Getur velsældarhagkerfi eflt norræna velferðarkerfið?

02.09.21 | Fréttir
Eldre kvinne og barn
Ljósmyndari
Mads Schmidt Rasmussen/norden.org
Velsældarhagkerfi er gott fyrir bæði samfélagið og einstaklinga, segir höfundur nýrrar skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, „Towards a Nordic wellbeing economy“. Finnland og Ísland eru komin lengst á veg við að koma velsældarhagkerfi á koppinn en enn er mikil vinna fyrir höndum til að það verði órjúfanlegur hluti af pólitískri ákvarðanatöku.

Velsældarhagkerfi eru frábrugðin hinni hefðbundnu einhliða nálgun á hagkerfið út frá hagvexti. Í velsældarhagkerfi hafa skýr markmið áhrif á forgangsröðun og stýra pólitískri ákvarðanatöku, án þess þó að slíkt feli endilega í sér gagnrýni á fjárhagslega þætti fjárlaga.

Rannsóknir á huglægri velferð staðfesta að velferð er ekki einungis háð hagvexti og tekjum – það eru aðeins tveir þættir af mörgum. Þess vegna hefur það mikið gildi fyrir stjórnmálamenn að líta til annarra þátta við mat á árangri og ákvarðanatöku. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar.

All constitutions of government are valued only in proportion as they tend to promote the happiness of those who live under them. This is their sole use and end.

Adam Smith, 1790

Michael Birkjær, Alexander Gamerdinger og Sarah El-Abd hjá Happiness Research Insitute í Kaupmannahöfn sömdu skýrsluna fyrir tölfræði- og greiningardeild Norrænu ráðherranefndarinnar.

„Markmiðið með skýrslunni er að auka skilning á hugtakinu „velsældarhagkerfi“ og skapa þekkingargrundvöll fyrir umræður um hvernig það að gera velsæld að hluta af ákvarðanatöku um efnahaginn getur stutt framtíðarsýn Norðurlanda fyrir árið 2030,“ segir Paula Lehotmäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

En hvað með norrænu velferðarkerfin?

Aðgerðir í átt að velsældarhagkerfi geta verið þrenns konar: að greina, forgangsraða og taka pólitískar ákvarðanir. Aðeins þær tvær síðarnefndu skipta sköpum fyrir velferðarhagkerfi en greiningar eða mælingar eru oft forsendur fyrir forgangsröðun eða ákvörðunum.

„Í raun lýsir velsældarhagkerfi sér þannig að velsæld verður að mælanlegum þætti í fjárlögum eða stærri hluta af ákvörðunum þingsins,“ segir Michael Birkjær.

Bæði Nýja-Sjáland og Bretland hafa gert velsældarhagkerfið að hluta af fjárlögum. En hvar standa Norðurlönd? Norrænu velferðarkerfin hafa verið einkennismerki Norðurlanda í mörg ár en höfundar skýrslunnar setja spurningamerki við hvort velferðarkerfin hafi hamlað þróun hagkerfa sem byggjast á velsæld á Norðurlöndum.

„Það eru ýmis vandamál á Norðurlöndum sem velsældarhagkerfi gæti hugsanlega átt þátt í að leysa. Þar má nefna aukin vandamál tengd geðheilsu fólks. Á Norðurlöndum glímir einn af hverjum sex íbúum við geðrænan kvilla af einhverju taki,“ segir Birkjær.

 

Það eru ýmis vandamál á Norðurlöndum sem velsældarhagkerfi gæti hugsanlega átt þátt í að leysa. Þar má nefna aukin vandamál tengd geðheilsu fólks.

Michael Birkjær, Happiness Research Insitute

Finnland og Ísland hafa síðustu ár unnið að því að hrinda stórum verkefnum tengd velferðarhagkerfinu í framkvæmd sem fela í sér stigin þrjú: greiningu, forgangsröðun og pólitískar ákvarðanir. Hin norrænu löndun eru ekki komin jafn langt í þessari vinnu.