Finnsk kennitala

Henkilötunnus Suomessa
Hér eru upplýsingar um finnska kennitölukerfið.

Kennitala

Einstaklingar sem flytja til Finnlands til frambúðar fá finnska kennitölu. Til þess þarf að fara í eigin persónu á skrifstofu finnsku þjóðskrárinnar (fi. maistraatti) og skrá sig inn í landið.

Í vissum tilvikum getur fólk fengið finnska kennitölu þó það dvelji aðeins tímabundið í Finnlandi. Það er þó aðeins að því gefnu að finnsk yfirvöld þurfi að nota kennitöluna, til dæmis vegna skattamála. Í slíkum tilvikum þarf að mæta í eigin persónu og skrá sig á skrifstofu þjóðskrár, hjá skattinum eða finnsku útlendingastofnuninni í tengslum við umsókn um dvalarleyfi, auk þess að tilkynna þjóðskrá um tímabundinn flutning og skrá tímabundið heimilisfang. Þetta á meðal annars við þegar einstaklingur flytur til Finnlands til að vinna fyrir finnskan vinnuveitanda. Ástæðan er að launþegi sem starfar í Finnlandi getur átt þar rétt á ýmsum félagslegum bótum.

Kennitala er veitt til frambúðar, einnig þegar um tímabundna dvöl er að ræða. Þó að einstaklingur fái finnska kennitölu hefur það ekki áhrif á kennitölur hans í öðrum löndum. Finnsku kennitöluna skal nota í Finnlandi en aðrar kennitölur frá öðrum löndum í viðkomandi landi.

Nánari upplýsingar á síðunni Að tilkynna flutning og skrá sig í þjóðskrá í Finnlandi.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna