Forskólanám í Finnlandi

alt=""
Photographer
Melissa Askew, Unsplash
Á þessari síðu eru upplýsingar um forskólanám í Finnlandi. Forskólanám í Finnlandi varir í eitt ár.

Í Finnlandi þurfa börn að ganga í forskóla veturinn áður en hin eiginlega skólaskylda hefst. Forskólanámið er án endurgjalds.

Áður en forskólaaldri er náð eiga börn rétt á að ganga í leikskóla. Skólaskylda í Finnlandi hefst á því ári sem börn verða sjö ára. Nánari upplýsingar um dagvistun ungra barna og grunnskólanám í Finnlandi eru á síðunum Dagvistun barna í Finnlandi og Grunnskólanám í Finnlandi.

Réttur til forskólanáms

Börn sem hafa fasta búsetu í Finnlandi verða að stunda forskólanám, eða annað nám sem uppfyllir sömu markmið, í eitt ár áður en grunnskólaskylda hefst. Markmið forskólanámsins er að efla forsendur barnsins til náms og þroska. Foreldrar og forsjáraðilar bera ábyrgð á að sjá til þess að barn stundi forskólanám eða annað nám sem uppfyllir sömu markmið.

Samkvæmt finnskum lögum eiga börn rétt á að stunda grunnskólanám án endurgjalds þó að þau hafi ekki fasta búsetu í viðkomandi sveitarfélagi. Með öðrum orðum eiga einnig þau börn sem hafa tímabundna búsetu í Finnlandi rétt á að stunda forskólanám án endurgjalds. 

Nánari upplýsingar um forskólanám eru á vefsvæði Fræðsluráðs í Finnlandi.

Á hvaða tungumálum er hægt að stunda forskólanám?

Forskólanám getur farið fram á finnsku eða sænsku, en kennsla á sænsku er ekki í boði í öllum sveitarfélögum. Sum sveitarfélög geta boðið upp á forskólanám á fleiri tungumálum. Nánari upplýsingar um möguleg námstungumál færð þú hjá sveitarfélaginu sem þú býrð í. Tengiliðaupplýsingar sveitarfélaga í Finnlandi finnurðu á vefsvæði Sambands finnskra sveitarfélaga (Kuntaliitto). 

 Nánari upplýsingar um forskólanám á sænsku eru á síðunni svenskskola.fi.

Skólamáltíðir og skólaakstur

Börn í Finnlandi eiga rétt á akstri í forskólann án endurgjalds ef vegalengd milli heimilis og skóla er lengri en fimm kílómetrar, eða ef leiðin er of erfið eða hættuleg fyrir barnið. Nánari upplýsingar um skólaakstur án endurgjalds eru í leiðarvísi Fræðsluráðs Finnlands (aðeins á finnsku).

Sérhver barn sem gengur í forskóla í Finnlandi á rétt á heitri máltið án endurgjalds í skólanum. Hafi barnið sérþarfir varðandi mataræði verður foreldri eða forsjáraðili að láta forskólanum í té áætlun fyrir fæðuval barnsins, lista yfir innihaldsefni á bannlista eða læknisvottorð. Ef fæðuval barnsins hefur læknisfræðilegar ástæður er nauðsynlegt að skila inn umsögn læknis, næringarfræðings eða hjúkrunarfræðings á lýðheilsusviði. Nánari upplýsingar um skólamáltíðir eru á vefsvæði Fræðsluráðs í Finnlandi (Opetushallitus).

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna