Helgidagar í Finnlandi
Launafólk í Finnlandi fær yfirleitt frí á helgidögum. Þó er gott að hafa í huga að frídagar eru ákvarðaðir í kjarasamningum. Ef helgidag ber upp á virkan dag skaltu fletta upp í kjarasamningi þínum ef þú vilt vita hvort um sé að ræða launaðan frídag. Eini frídagurinn sem varinn er með lögum er Sjálfstæðisdagur Finnlands.
Í Finnlandi eru engin lög sem koma í veg fyrir að smásöluverslanir séu opnar á hátíðisdögum.
Helgidagar í Finnlandi
- 1. janúar: nýársdagur
- 6. janúar: þrettándinn
- mars–apríl: páskar. Skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur og annar í páskum. Páskadagur er í fyrsta lagi 22. mars og í seinasta lagi 25. apríl.
- 1. maí: Valborgarmessa
- apríl–júní: uppstigningardagur. 40 dögum eftir páskadag; alltaf á fimmtudegi, í fyrsta lagi 30. apríl og í seinasta lagi 3. júní.
- maí–júní: hvítasunna. Hvítasunnudagur er 10. dagur eftir uppstigningardag; í fyrsta lagi 10. maí og í seinasta lagi 13. júní.
- júní: Jónsmessudagur. Jónsmessudagur er haldinn hátíðlegur á laugardeginum eftir 19. júní.
- 4. nóvember: allraheilagramessa
- 6. desember: sjálfstæðisdagur Finnlands
- 25. desember: jóladagur
- 26. desember: annar í jólum
Fánadagar í Finnlandi
Í Finnlandi er flaggað á tilteknum dögum. Fánadagarnir eru ýmist opinberir eða gamalgrónir. Opinberu fánadagarnir eru sjö og gamalgrónu fánadagarnir eru fimmtán. Einnig eru kjördagar í Finnlandi opinberir fánadagar, auk daga þegar forseti finnska lýðveldisins tekur við embætti.
Listi yfir opinbera og gamalgróna fánadaga í Finnlandi er á vefsíðu innanríkisráðuneytisins.
Samar í Finnlandi hafa sína eigin árlegu fánadaga. Þeir eru tólf talsins og þá flagga Samar sínum eigin fána.
Aðrir hátíðisdagar í Finnlandi
- 6. febrúar: þjóðhátíðardagur Sama
- 14. febrúar: vináttudagurinn
- sjö vikum fyrir páska: sprengidagur
- 8. mars: alþjóðlegur baráttudagur kvenna
- 23. mars: dagur Norðurlanda
- 8. apríl: þjóðhátíðardagur Rómafólks
- 9. júní: sjálfsstjórnardagur Álandseyja
- júní: Jónsmessukvöld. Jónsmessukvöld er haldið hátíðlegt daginn fyrir Jónsmessudag.
- 27. júlí: sjösofendadagur
- 24. desember:aðfangadagur
Helgidagar í öðrum norrænum löndum
Á eftirfarandi síðum finnurðu upplýsingar um helgidaga sem haldnir eru í heiðri í hinum norrænu löndunum.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.