Háskólamenntun í Danmörku

Højere videregående uddannelser i Danmark
Hér er að finna upplýsingar um háskóla, tækniháskóla og starfsmenntunar á háskólastigi í Danmörku og um hvernig sótt er um nám í Danmörku.

Í Danmörku er boðið upp á margvíslega æðri menntun. Flestar námsleiðir í æðri menntun teljast til háskólamenntunar eða starfs- eða fagmenntunar á háskólastigi. Í flestum tilvikum er krafagerð um að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi.

Norðurlandaþjóðirnar hafa gert með sér samkomuleg um aðgang að æðri menntun. Samningurinn veitir öllum sem búa í norrænu landi rétt á að sækja um aðgang að æðri menntun á öllum Norðurlöndum með sömu skilyrðum. Ef þú vilt stunda nám í Danmörku og býrð í öðru norrænu landi geturðu því sótt um aðgang að æðri menntun í Danmörkum á sömu forsendum og þau sem búa í Danmörku.

Nánari upplýsingar um nám í Danmörku er að finna í námsleiðarvísinum Uddannelseguiden.

Háskólamenntun

Háskólarnir bjóða upp á þriggja ára grunnnám (bacheloruddannelse) og tveggja ára framhaldsnám (kandidatuddannelse). Kandídatsnámið er framhaldsnám að grunnnámi loknu. Námið getur því tekið alls fimm ár.

Að kandídatsnámi loknu er hægt að sækja um rannsóknarstöðu og taka doktorspróf.

Háskólamenntun byggir á vísindalegum grunni þar sem fræðilegar kenningar og aðferðir ráða því hvernig tekið er á viðkomandi fagi. Hún gefur í senn mikla faglega breidd og mjög sérhæfða þekkingu.

Starfsmenntun á háskólastigi

Hægt er að stunda eftirfarandi nám í starfsmenntaháskólum:

  • Starfsmenntun á háskólastigi (erhvervsakademiuddannelse) sem tekur eitt og hálft til tvö og hálft ár
  • Fagmenntun á háskólastigi (professionsbacheloruddannelse) sem tekur yfirleitt þrjú til fjögur ár
  • Fagmenntun á háskólastig sem tekin er sem framhaldsnám sem tekur eitt og hálft ár

Oft er hægt að stunda fagmenntun á háskólastigi sem framhaldsnám að lokinni starfsmenntun á háskólastigi.

Starfsmenntun á háskólastigi

Starfsmenntun tekur að jafnaði tvö ár og var áður nefnt stutt æðri menntun (kort videregående uddannelse). Nemendur stunda fræðilegt nám í skóla og fá að minnsta kosti þriggja mánaða starfsþjálfun í Danmörku eða erlendis.

Dæmi um starfsmenntun á háskólastigi:

  • tannfræðingur
  • byggingariðnfræðingur
  • hertúlkur
  • margmiðlunarhönnuður
  • verslunarfræðingur

Þau sem lokið hafa starfsmenntun geta titlað sig með nafni námsbrautarinnar og síðan „AK“ í lokin. Enski titillinn er „AP Graduate in“.

Fagmenntun á háskólastigi

Starfsmenntun á háskólastigi tekur að jafnaði þrjú og hálft ár og var áður nefnd meðallöng æðri menntun (mellemlang videregående uddannelse). Námið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Starfsþjálfunin eða klíníska námið (í námi á heilbrigðissviði) tekur að minnsta kosti sex mánuði. Á sumum námsleiðum er starfsþjálfunin lengri.

Hægt er að haga náminu þannig að síðustu átján mánuðirnir að minnsta kosti geti nýst sem framhaldsnám ofan á starfsmenntun. Af því eiga að minnsta kosti þrír mánuðir að felast í starfsþjálfun.

Skólarnir geta einnig búið til sjálfstæðar framhaldsnámsbrautir ofan á starfsmenntun. Námið í heild, að meðtalinni starfsmenntuninni sem veitir aðgang að framhaldsnámi, á þá að taka frá þremur upp í fjögur ár, sem er algengast.

Dæmi um fagnám á háskólastigi:

  • leikskólakennari
  • grunnskólakennari
  • leikari
  • blaðamaður
  • vélstjóri
  • hjúkrunarfræðingur
  • tæknifræðingur

Að loknu námi má nota titilinn „Professionsbachelor“. Enski titillinn er „Bachelor of“.

Annað nám

Í boði er ýmislegt annað nám sem ekki telst til háskóla- eða fag- eða starfsmenntunar á háskólastigi. Sem dæmi má nefna lögreglunám og nám tengt varnarmálum auk ýmiss konar listnáms.

Inngönguskilyrði náms á háskólastigi

Öll sem búa í norrænu landi eiga rétt á að sækja um nám á háskólastigi í Danmörku á sömu forsendum. Allir umsækjendur með erlend prófskírteini þurfa þó að sækja um í síðasta lagi 15. mars kl. 12.

Námspláss skiptast milli tveggja kvóta, þ.e „kvóta 1“ og „kvóta 2“. Norrænir ríkisborgarar eru metnir bæði í kvóta 1 og kvóta 2.

Sótt er um á optegelse.dk.

Kvóti 1: Umsóknir einstaklinga með stúdentspróf

Í kvóta 1 er inngönguskilyrði meðaleinkunn þess prófs sem til þarf til að sækja um inngöngu. Metin er fyrsta meðaleinkunn og því eru einkunnir sem nemendur fá úr námi sem bætt er við seinna ekki teknar með þegar reiknuð er meðaleinkunn í kvóta 1.

Þó svo að einstaklingur hafi eftir stúdentspróf bætt meðaleinkunn með viðbótarnámi, er eingöngu tekið mið af stúdentsprófi (eða öðru prófi sem veitir aðgang að æðra námi) þegar sótt er um inngöngu í æðra nám.

Viðbótarnám er stundum hægt að nýta til að uppfylla kröfur í einstökum fögum.

Kvóti 2: Umsókn byggð á fyrri menntun og annarri reynslu

Í kvóta 2 er einstaklingur metinn út frá uppsafnaðri reynslu og námi, sem getur verið starfsreynsla, viðbótarnám, dvöl á lýðháskóla og annað sambærilegt háð stofnun eða námsleið.

Viðbótareiningar

Ef einstaklingur hefur tekið námskeið í einni námsleið, getur hann sótt um að fá eitt eða fleiri fög metin sem hluta af nýju námi.

Alltaf skal spyrjast fyrir á námstaðnum.

Nánari upplýsingar

 

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna