Einkunnaskalinn í danska menntakerfinu

Svokallaður sjö þrepa skali er notaður á öllum skólastigum í Danmörku, allt frá grunnskóla upp í háskóla.
Hæsta einkunn er 12. Hún jafngildir A í ECTS-kerfinu. Lægsta einkunn er 3. Hún jafngildir F í ECTS-kerfinu.
Einkunnir danska kerfisins eru sem hér segir:
- 12. Jafngildir A í ECTS-kerfinu.
- 10. Jafngildir B í ECTS-kerfinu.
- 7. Jafngildir C í ECTS-kerfinu.
- 4. Jafngildir D í ECTS-kerfinu.
- 02. Jafngildir E í ECTS-kerfinu.
- 00. Jafngildir Fx í ECTS-kerfinu.
- -3. Jafngildir F í ECTS-kerfinu.
Nánari er greint frá danska einkunnaskalanum á vef danska mennta- og rannsóknaráðuneytisins.
Sjö þrepa skalinn var tekinn í notkun á árunum 2006 til 2007 og kom hann í stað kerfis með einkunnir á bilinu 00 til 13.
Þú getur umreiknað einkunnir úr 13 þrepa skalanum yfir í sjö þrepa skalann á vefnum Uddannelsesguiden.
Í Danmörku er viðurkenning á erlendum prófgráðum í verkahring mennta- og vísindaráðuneytisins.
Á vef ráðuneytisins er „eksamenshåndbogen“ en þar eru töflur til að umreikna erlendar einkunnir yfir í danskar einkunnir.
Upplýsingarnar eru einungis á dönsku. Veldu landið þitt í fellivalmyndinni og „karakterer“ á gráu þverslánni neðst.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.