Einkunnaskalinn í danska menntakerfinu

Karakterskalaen i det danske uddannelssystem
Hér geturðu lesið um einkunnaskalann í Danmörku og hvar hægt er að umreikna útlenskar einkunnir í danskar.

Svokallaður sjö þrepa skali er notaður á öllum skólastigum í Danmörku, allt frá grunnskóla upp í háskóla.

Hæsta einkunn er 12. Hún jafngildir A í ECTS-kerfinu. Lægsta einkunn er 3. Hún jafngildir F í ECTS-kerfinu.

Einkunnir danska kerfisins eru sem hér segir:

  • 12. Jafngildir A í ECTS-kerfinu.
  • 10. Jafngildir B í ECTS-kerfinu.
  • 7. Jafngildir C í ECTS-kerfinu.
  • 4. Jafngildir D í ECTS-kerfinu.
  • 02. Jafngildir E í ECTS-kerfinu.
  • 00. Jafngildir Fx í ECTS-kerfinu.
  • -3. Jafngildir F í ECTS-kerfinu.

Nánari er greint frá danska einkunnaskalanum á vef danska mennta- og rannsóknaráðuneytisins.

Gamli einkunnaskalinn: 13 þrepa skalinn

Sjö þrepa skalinn var tekinn í notkun á árunum 2006 til 2007 og kom hann í stað kerfis með einkunnir á bilinu 00 til 13.

Þú getur umreiknað einkunnir úr 13 þrepa skalanum yfir í sjö þrepa skalann á vefnum Uddannelsesguiden.

Erlendar einkunnir umreiknaðar í danskar

Í Danmörku er viðurkenning á erlendum prófgráðum í verkahring mennta- og vísindaráðuneytisins.

Á vef ráðuneytisins er „eksamenshåndbogen“ en þar eru töflur til að umreikna erlendar einkunnir yfir í danskar einkunnir.

Upplýsingarnar eru einungis á dönsku. Veldu landið þitt í fellivalmyndinni og „karakterer“ á gráu þverslánni neðst.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna