Ökuréttindi í Finnlandi

Ajokortti Suomessa
Hér er sagt frá ökuréttindum í Finnlandi og hvernig má öðlast þau. Ökuskírteini sem gefið er út í öðru Norðurlandi er einnig gilt í Finnlandi.

Ökuskírteini frá öðru landi í Finnlandi

Ökuskírteini sem gefið er út í öðru norrænu landi, ESB- eða EES-landi veitir sömu ökuréttindi í Finnlandi og í útgáfulandinu.

Fólk sem hefur varanlega búsetu í Finnlandi eða stundar nám þar í að minnsta kosti 6 mánuði samfleytt getur fengið ökuskírteini sínu frá öðru norrænu landi, ESB- eða EES-landi breytt í finnskt ökuskírteini (gildir þó ekki um bráðabirgðaskírteini) án þess að sækja ökutíma. Hægt er að sækja um slíkt á síðunni Ajovarman palvelupiste. Nánari upplýsingar gefur finnska umferðarstofan, Trafi (ajokortti-info).

Ökupróf í Finnlandi

Til þess að taka ökupróf í Finnlandi þarf að sækja ökunám ýmist í ökuskóla, hjá annarri stofnun sem veitir ökunám eða hjá einstaklingi sem uppfyllir skilyrði til ökukennslu. Á vefsvæði finnska ökuskólasambandsins er hægt að leita að ökuskólum eftir staðsetningu og gerð ökuskírteinis.

Finnska umferðarstofan, Trafi (ajokortti-info.fi), sér um að veita ökuréttindi í Finnlandi.

Kynnið ykkur einnig síðuna Ökutæki í Finnlandi.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna