Ökuréttindi í Finnlandi

Ajokortti Suomessa
Hér er sagt frá ökuréttindum í Finnlandi og hvernig má öðlast þau.

Ökuskírteini sem gefið er út í öðru norrænu landi er einnig gilt í Finnlandi. Þú getur þó einnig skipt ökuskírteini frá öðru norrænu landi út fyrir finnskt ökuskírteini.

Ökuskírteini frá öðru landi í Finnlandi

Ökuskírteini sem gefið er út í öðru norrænu landi, ESB- eða EES-landi veitir sömu ökuréttindi í Finnlandi og í útgáfulandinu. Nánari upplýsingar eru á upplýsingasíðunni Ajokortti-info.

Að skipta erlendu ökuskírteini út fyrir finnskt

Þú getur fengið ökuskírteini frá öðru norrænu landi, ESB- eða EES-landi skipt í finnskt ökuskírteini sem veitir sömu réttindi, án þess að þurfa að sækja ökutíma að nýju, ef þú hefur varanlega búsetu í Finnlandi eða hefur stundað nám þar í að minnsta kosti 6 mánuði. Þetta gildir þó ekki um bráðabirgðaskírteini.

Til að skipta út ökuskírteini skaltu leita til  næsta útibús Ajovarma. Nánari upplýsingar eru á síðunni Ajokortti-info.

Að taka ökupróf í Finnlandi

Hyggist þú þreyta ökupróf í Finnlandi þarftu að sækja ökutíma í ökuskóla eða hjá öðrum aðila með kennsluleyfi. Nánari upplýsingar eru á upplýsingasíðunni Ajokortti-info.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna