Réttur til heilbrigðisþjónustu á Álandseyjum

Hälsovård och socialförsäkring på Åland
Hér er að finna upplýsingar um rétt til heilbrigðisþjónustu á Álandseyjum og hvað skal gera ef hennar gerist þörf á ferðalagi um Álandseyjar eða þegar dvalið er þar tímabundið.

Tengillinn „Réttur til heilbrigðisþjónustu í Finnlandi“ vísar á upplýsingar um réttindi í finnska almannatryggingakerfinu (FPA) fyrir þá sem búa eða starfa í Finnlandi. Reglurnar gilda einnig um Álandseyjar.

Heilbrigðisþjónusta á Álandseyjum

Allir sem hafa fasta búsetu á Álandseyjum eiga rétt á heilbrigðisþjónustu. Á meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er á Álandseyjum eru heilsugæslustöðvar, sérfræðilæknar (sjúkrahús), upplýsingaþjónusta, ráðgjöf fyrir barnshafandi konur og ungabörn, heilsugæsla í skólum, fyrir fyrirtæki og fyrir námsmenn, tannlæknaþjónusta, heilbrigðisþjónusta fyrir andleg veikindi og geðsjúkdóma, endurhæfing og umhverfisheilbrigðisþjónusta.

Allir sem starfa á Álandseyjum eiga rétt á heilbrigðisþjónustu óháð því hvort þeir hafa þar fasta búsetu eða ekki. Nemendur frá Norðurlöndum eiga einnig rétt á heilbrigðisþjónustu á Álandseyjum. Í slíkum tilvikum er hægt að fá vottorð frá FPA um að eiga rétt á heilbrigðisþjónustu í Finnlandi. Slíku vottorði er framvísað á opinberum heilsugæslustofnunum til vitnis um að viðkomandi einstaklingur eigi rétt á heilbrigðisþjónustu.

Auk þess geta alþjóðasamningar Finnlands um félagsleg réttindi og heilbrigðisþjónustu gefið einstaklingum frá löndum utan ESB rétt til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Nánari upplýsingar um þetta eru á vefsíðu FPA:

Heilsugæslustöðvar á Álandseyjum

Tvær heilsugæslustöðvar eru á Álandseyjum. Ef þú þarft á þjónustu heilsugæslunnar að halda skaltu snúa þér til heilsugæslustöðvarinnar í Maríuhöfn eða heilsugæslustöðvarinnar í Godby. Ef þú þarft á þjónustu sjúkrahúss að halda getur læknir á heilsugæslustöð gefið út tilvísun fyrir sjúkrahúsið. Heimsóknir á heilsugæslustöðvar og sjúkrahús eru yfirleitt gjaldskyldar.

Upplýsingar um félagsþjónustu fást hjá sveitarfélögum Álandseyja.

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um heilbrigðisþjónustu á Álandseyjum geturðu haft samband við heilbrigðisyfirvöld

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna