Bankareikningur á Álandseyjum

Á Álandseyjum er greitt í evrum en einnig er hægt að greiða með sænskum krónum og kreditkortum. Upplýsingar um almennu reglurnar er að finna á síðunni um bankareikninga í Finnlandi.
Hvaða persónuskilríki samþykkja bankarnir á Álandseyjum?
Bankarnir munu alltaf staðfesta auðkenni þitt, sem þýðir að þú þarft að hafa meðferðis persónuskilríki sem bankinn viðurkennir. Sumir bankar samþykkja norræn ökuskírteini en þó einungis fyrir almenn erindi, ekki til að opna bankareikning. Ålandsbanken samþykkir aðeins finnsk ökuskírteini fyrir almenn erindi. Hafði samband við bankana til að fá upplýsingar um reglurnar. Andelsbanken og Nordea halda úti síðum sem skýra hvaða skilríki þú þarft að framvísa. Þetta á einnig við um skilríki sem gefin eru út af erlendum yfirvöldum.
Opna bankareikning
Ef þú hefur löglega búsetu í landi innan Evrópusambandsins hefur þú rétt til að opna veltureikning hjá banka. Veltureikningur er reikningur til að leggja inn, millifæra og taka út peninga. Þetta er yfirleitt reikningurinn sem laun eru greidd inn á. (Þú ættir einnig að fá greiðslukort til að geta notað reikninginn.)
Bankar mega ekki hafna umsókn þinni um reikning af þeirri ástæðu einni að þú búir ekki í landinu. Þessi réttur á ekki við um alla tegundir bankareikninga, til dæmis sparnaðarreikninga. Ef þú vilt nota bankareikninginn þinn á internetinu þarftu að hafa finnska kennitölu. Kennitöluna færðu hjá skráningaryfirvöldum á Álandseyjum. Eftirfarandi bankar eru með útibú á Álandseyjum:
Getur bankinn neitað mér um bankareikning?
Hægt er að hafna umsókn þinni um bankareikning ef þú brýtur gegn reglum ESB um peningavætti og fjármögnun hryðjuverka. Í tilteknum löndum innan ESB er hægt að hafna umsókn um hefðbundinn veltureikning ef þú hefur þegar sambærilegan bankareikning hjá öðrum banka í sama landi. Ef þú sækir um bankareikning í öðru landi en búsetulandi þínu getur bankinn í sumum tilfellum beðið þig um að sýna fram á að þú hafi í raun og veru ástæðu til að opna reikning. Ástæðan getur til dæmis verið að þú býrð í einu landi en starfar í öðru.
Greiðslukort og lán
Bankarnir ákveða sjálfir hvort þeir gefi út greiðslukort og veiti lán. Mælt er með því að leita til bankans til að fá yfirlit yfir valkosti og tilboð. Bankarnir geta ekki gert athuganir á lánshæfi yfir landamæri á Norðurlöndum.
Úrskurðarnefnd neytendamála getur gefið almennar ráðleggingar til að leysa úr deilum milli neytanda og fyrirtækis. Sérstök úrskurðarnefnd neytendamála er á Álandseyjum
Nánari upplýsingar:
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.