Fleira, margbreytilegra og eldra fólk búsett í borgum

City
Photographer
Johnér Masma
Fólki fjölgar á Norðurlöndum og þjappast í auknum mæli saman á þéttbýlissvæðum. Meðalaldur fólks hækkar einnig um leið og hlutfall fólks af erlendum uppruna eykst. Búist er við að þessar tilhneigingar muni aukast á komandi árum.

Um 2030 er búist við því að íbúar á Norðurlöndum verði um 30 milljónir, hafi fjölgað um meira en 10% miðað við þær 26 milljónir sem þeir eru nú. Undanfarin tíu ár hefur fólki á Norðurlöndum fjölgað hraðar en einnig elst hraðar en á mörgum öðrum svæðum í Evrópu. Áhrif þessarar þróunar er þó mismunandi milli sveitarfélaga á Norðurlöndum. Vöxturinn er að miklu leyti bundinn við þéttbýlissvæði meðan mörg afskekkt og fámenn svæði standa frammi fyrir fólksfækkun og hækkun meðalaldurs.

 Fólksfjölgunin byggir að stórum hluta á aðflutningi fólks. Reyndar er staðan þannig að í 26% allra sveitarfélaga á Norðurlöndum hefur fólksfjölgun á árunum 2011 til 2016 aðeins orðið vegna alþjóðlegra fólksflutninga. Árið 2017 var einn af hverjum átta íbúum Norðurlanda fæddur erlendis, annað hvort í öðru norrænu ríki eða utan Norðurlanda.

Þess vegna eru spurningar sem tengjast aðlögun nýaðfluttra fyrirferðarmiklar og munu án efa vera það áfram á komandi árum.

Hér má hlaða niður kaflanum um lýðfræði

Upplýsingar veitir