Aðstoðum norræn börn heim úr nauðungarhjónaböndum

09.11.21 | Fréttir
Kaisa Juuso
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg
Hjálpa þarf norrænum börnum sem neydd eru til útlanda í hjónaband aftur til heimalands síns á Norðurlöndum. Norræna velferðarnefndin leggur því til samstarf norrænna sendiráða til að takast á við þetta mikilvæga verkefni.

Norræna velferðarnefndin beinir þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að utanríkisráðuneyti landanna vinni saman og samræmi starfsemi sína til að geta með skjótum og skilvirkum hætti hjálpað þeim sem þvinguð hafa verið í hjónaband.


„Best er auðvitað að koma í veg fyrir að börn og ungt fólk yfirgefi landið, en úr því að það tekst ekki alltaf verður að aðstoða þau við að komast heim. Það krefst góðrar þekkingar á viðkomandi stað og sambands við yfirvöld þar að hjálpa barni eða ungmenni, sem neytt hefur verið í hjónaband, að komast heim. Það krefst samstarfs og samræmingar á milli norrænna sendiráða eða ræðisskrifstofa,“ segir Kaisa Juuso, fulltrúi í velferðarnefndinni úr flokkahópi hægrimanna.

Verða að fá aðstoð til að komast heim

Kaisa Juuso, velferðarnefndinni

Heiðurstengt ofbeldi fyrirfinnst alls staðar á Norðurlöndum

Víðtækur stuðningur er við tillöguna innan Norðurlandaráðs enda um vanda að ræða sem öll norrænu löndin standa frammi fyrir.

„Barátta gegn heiðurstengdu ofbeldi snýst um frelsi. Einfaldlega það að ráða yfir eigin lífi. Lífi allt of margra eru settar skorður með vísan í menningu og trú. Ég veit að margir átta sig ekki enn til fulls á alvöru málsins. Heiðurstengt ofbeldi fyrirfinnst í öllum norrænu löndunum, hvað sem maður kallar það,“ segir Arman Teimouri frá flokkahópi miðjumanna sem einnig styður tillöguna.