Hittu norrænar stofnanir á Norðurlandaráðsþingi 2023

Informationspunkt på Nordiska rådets session 2022
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Þátttakendur á þinginu fá tækifæri til að kynnast nokkrum af stofnunum Norrænu ráðherranefndarinnar og öðrum stofnunum sem tengjast norrænu samstarfi. Eftirfarandi stofnanir verða með upplýsingaborð á þinginu:

Vinnuhópar umhverfismála í Norrænu ráðherranefndinni

Hér færðu upplýsingar um vinnuhópa umhverfis- og loftlagsmála í Norrænu ráðherranefndinni og starfsemi þeirra.

Norrænar orkurannsóknir

Norrænar orkurannsóknir er vettvangur sameiginlegra orkurannsókna og stefnumótunar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Norrænar orkurannsóknir fjármagnar rannsóknir sem styðja sameiginleg markmið Norðurlanda í orkumálum með því að skapa þekkingu um sjálfbæra orku og stuðla að þróun nýrra samkeppnishæfra orkulausna. Stofnunin hefur einnig umsjón með verkefnum og styður vinnuhópa ráðherranefnda sem veita ráðgjöf fyrir stefnumótun á sviði orkumála á Norðurlöndum.

Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) 

Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) er norræn alþjóðleg fjármálastofnun sem hefur það markmið að fjármagna verkefni með kjörum sem byggja á ívilnunum til að stuðla að aðgerðum í loftlags- og þróunarstarfi í lágtekjulöndum, með áherslu á Afríku sunnan Sahara. Norræni þróunarsjóðurinn var stofnaður árið 1988 af norrænu löndunum fimm. Höfuðstöðvar Norræna þróunarsjóðsins eru í Helsinki.

Info Norden

Info Norden, sem fangar 25 ára afmæli sínu árið 2023, er stafræn upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar sem leggur sitt af mörkum til að stuðla að norrænum hreyfanleika og kortleggja mögulegar stjórnsýsluhindranir. Info Norden hjálpar ráðamönnum og stjórnvöldum að skapa opnari Norðurlönd.

Norræni fjárfestingabankinn

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er alþjóðleg fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Hann fjármagnar verkefni sem auka framleiðni og eru til góða fyrir umhverfið í norrænu löndunum og Eystrasaltsríkjunum.

Norræna upplýsingamiðstöðin um kynjafræði (NIKK)

Norræna upplýsingamiðstöðin um kynjafræði (NIKK) safnar og miðlar þekkingu byggðri á rannsóknum á sviði jafnréttismála og málefna LGBTI-fólks. NIKK heldur úti verkefnum um m.a. jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, hjúkrun og umönnun eldra LGBTI-fólks og starfskjör transfólks á Norðurlöndum.

Útgefið efni og upplýsingar um norrænt samstarf

Komdu og kynntu þér nýjasta útgefna efnið úr norræna samstarfinu. Hér færðu einnig ábendingar um hvernig þú finnur upplýsingar og myndir af þinginu á norden.org.

Upplýsingaþjónustur landamærasvæðanna

Upplýsingaþjónustur landamærasvæðanna – norsk-sænska landamæraþjónustan, landamæraþjónusta Svíþjóðar, Finnlands og Noregs og Øresunddirekt, eru auk Info Norden í framvarðasveit Stjórnsýsluhindranaráðsins. Upplýsingaþjónusturnar skapa öryggi í daglegu lífi þeirra sem þurfa á upplýsingum að halda um reglur og yfirvöld á norrænum landamærasvæðum, vinna að verkefnum sem hvetja til hreyfanleika og tilkynna mögulegar stjórnsýsluhindranir til Stjórnsýsluhindranaráðsins.

Nordplus

Nordplus er áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um námsannaskipti milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlunin byggir á samstarfsnetum og gefur námsmönnum tækifæri til að stunda nám við menntastofnun á Norðurlöndum eða í Eystrasalti að því gefnu að menntaáætlun viðkomandi taki þátt í Nordplus-samstarfsneti.

Norræna nýsköpunarmiðstöðin

Norræna nýsköpunarmiðstöðin vinnur að því að gera Norðurlönd að leiðandi svæði að því er varðar sjálfbæran hagvöxt með því að þróa frumkvöðlastarfsemi, nýsköpun og samkeppnishæfi norrænna fyrirtækja. Norræna nýsköpunarmiðstöðin er líkt og hraðall fyrir norrænt samstarf og norræna nýsköpunarumhverfið. Með því að leiða saman fyrirtæki, fólk og samtök skapast grundvöllur fyrir lausnir og nýsköpun sem er íbúum á Norðurlöndum til góða. Skráðu þig á 50 ára afmælishátíð Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar þann 2. nóvember á Deichman-bókasafninu.

NordGen

Norræna erfðaauðlindastofnunin (NordGen) er sameiginlegur genabanki Norðurlandanna og þekkingarmiðstöð fyrir erfðaauðlindir. Verkefni NordGen er að varðveita og stuðla að sjálfbærri nýtingu þess fjölbreytileika sem er að finna í húsdýrum, skógi og plöntum sem skipta máli í norrænum landbúnaði.

NEFCO

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, NEFCO, er alþjóðleg fjármálastofnun sem fjármagnar upphaflega uppskölun norrænna grænna lausna á alþjóðlegum mörkuðum. NEFCO var stofnað árið 1990 af norrænu löndunum fimm og það fæst aðeins við græna fjármögnun. Unnið er að beinum aðgerðum til að hraða á grænum umskiptum.

Norræna rannsóknaráðið (NordForsk)

Norræna rannsóknarráðið, NordForsk, er stofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og fjármagnar og samræmir norrænt samstarfi á sviði rannsókna. Verkefni NordForsk er að efla norrænt rannsóknarsamstarf og tryggja rannsóknir í hæsta gæðaflokki í samstarfi við landsbundin vísindaráð, háskóla og aðra aðila sem fjármagna rannsóknir. Einnig þarf að tryggja að slíkt samstarf hafi norrænt notagildi.