Samstarf norrænna sendiráða og sendiskrifstofa um allan heim

Havvindmøller ved Samsø
Photographer
Anne Sofie Bender/norden.org
Á þessari síðu er að finna upplýsingar um fjármögnunartækifæri og annan stuðning við samstarf norrænna sendiráða og sendiskrifstofa um allan heim.

Norræna ráðherranefndin styður samstarf norrænna sendiráða og sendiskrifstofa um allan heima (utan Norðurlanda) í þeim tilgangi að styrkja Framtíðarsýn okkar fyrir 2030 og vekja athygli á Norðurlöndum.

Nú eru opnar tvær áætlanir sem veita styrki til verkefna á vegum norrænna sendiráða og sendiskrifstofa um allan heim. Auk þess tekur Norræna ráðherranefndin þátt í stefnumarkandi viðurvist og samstarfi til lengri tíma milli norrænna sendiráða í völdum löndum. 

Sendiskrifstofur Norðurlanda eru hvattar til að sameina krafta sína, skiptast á og kynna norræn gildi, lausnir, hugmyndir og færni um heim allan.

Nordic Embassy Program

Megintilgangur Nordic Embassy Program er að stuðla að samstarfi norrænna sendiráða og sendiskrifstofa um allan heim (í löndum utan Norðurlanda) í samræmi við stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar Framtíðarsýn okkar fyrir 2030 og stefnumótandi áherslur hennar.

Fjármögnunin mun á árunum 2021-2024 gera norrænum sendiráðum og sendiskrifstofum um allan heim kleift að styðja við markmið Norrænu ráðherranefndarinnar um að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi árið 2030.

Fjármögnunin á að fylgja eftir markmiðum framtíðarsýnarinnar með því að styðja verkefni sem hafa skýra tengingu við eina eða fleiri stefnumótandi áherslur Framtíðarsýnar okkar fyrir 2030, það er græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd.

Ennfremur er hvatt til þverlægrar nálgunar við eftirfarandi þætti sem teljast sérstakir kostir verkefna en þeir eru sjálfbær þróun, jafnrétti kynjanna, réttindi barna og málefni ungs fólks.

Næsta auglýsing:

Til stendur að auglýsa næst fjármögnun NEP-áætlunarinnar:

Styrkhæfni

NEP-áætlunin er opin öllum norrænum sendiráðum og sendiskrifstofum utan Norðurlanda.

Upphæð styrkja

Árið 2024 verður hægt að sækja um styrki vegna smærri og stærri verkefna með fjárhagsáætlun sem nemur að minnsta kosti 5.000 evrum en ekki meira en 45.000 evrum.

Smærri styrkjum má verja til að fjármagna staka viðburði eða starfsemi og þess háttar.

Miðlungsháa styrki og háa styrki má verja til að fjármagna marga viðburði, röð viðburða eða til styðja verkefni sem tengjast Framtíðarsýn okkar fyrir 2030 og standa yfir eitt, tvö eða jafnvel þrjú ár. 

Skilyrði og reglur

Verkefni verða að vera í samræmi við skilyrði Norrænu ráðherranefndarinnar. Krafan er að verkefnin hafi sterka tengingu við markmið Norrænu ráðherranefndarinnar samkvæmt Framtíðarsýn okkar 2030 og stuðli að stefnumarkandi framkvæmd hennar; að samstarfsaðilarnir komi frá eigi færri en þremur norrænu landanna; að þau stuðli að norrænum virðisauka.

Norræna ráðherranefndin leitast við að tryggja réttláta dreifingu fjármagnsins milli landsvæða.

Nánari upplýsingar er að finna í umsóknagáttinni (sjá hér að neðan í „Hvernig á að sækja um“).

Hvernig á að sækja um

Finnið nánari upplýsingar og fylgið leiðbeiningum um hvernig sótt er um styrki í umsóknagátt NEP-áætlunarinnar:

Norrænt stefnumarkandi samstarf til langs tíma í Berlín og Washington.

Norræna ráðherranefndin tekur þátt í stefnumarkandi samstarfi til lengri tíma milli norrænna sendiráða í Berlín í Þýskalandi og Washington D.C. í Bandaríkjunum.

Norrænt samstarf styður  þróun og framkvæmd norrænna aðgerða og verkefna á vegum norrænu sendiráðanna í gistilandinu. 

Nordic Talks-Program

Kynningarverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordic Talks, er annað fjármögnunartækifæri fyrir norræn sendiráð og sendiskrifstofur í samstarfi við aðra hagaðila um allan heim. Nordic Talks er röð erinda og hlaðvarpsþátta þar sem fólk er hvatt til að ræða saman um stærstu alþjóðlegu áskoranir sem mannkynið og jörðin sem það byggir stendur frammi fyrir. Nordic Talk getur farið fram hvar sem er í heiminum og hver sem fær góða hugmynd að erindi getur sótt um styrk. Hægt er að sækja um þrenns konar styrki eftir umfangi verkefnisins. Styrkir eru veittir viðburðum á netinu en einnig viðburðum sem eru ekki á netinu, sömuleiðis erindum sem skipulögð eru af sjálfstæðum aðilum og hliðarviðburðum við stærri viðburði.

Nánari upplýsingar um Nordic Talks og styrkina er að finna í handbókinni.