Undirhópar Norræna vinnuhópsins um hringrásarhagkerfi (NCE)
Fjöldi undirhópa/sérfæðingahópa getur breyst og tengist viðburðum/verkefnum NCE frá ári til árs.
Undirhópur um fámenn samfélög
Tilgangurinn með undirhópnum um fámenn samfélög er að efla sjálfbæra þróun í fámennum norrænum samfélögum ásamt því að vera vakandi fyrir umhverfisaðstæðum sem skipta máli fyrir fámenn samfélög á Norðurlöndum og Norðurskautinu, sérstaklega varðandi sjálfbæra neyslu og hringrásarhagkerfi, þar með talið skilvirkni varðandi nýtingu auðlinda og forvarnir gegn myndun úrgangs.
Í samstarfsáætluninni um umhverfis- og loftslagsmál 2019-2024 er áhersla lögð á að samþætta sjónarmið fámennra samfélaga í norrænu umhverfis- og loftslagssamstarfi og mikilvægi þess að miðla reynslu milli fámennra samfélaga á Norðurlöndum.
Tengiliður: Sigurbjorg Sæmundsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Íslandi
Undirhópur um bestu fáanlegu tækni (BAT)
BAT-hópurinn vinnur að því að auka þekkingu á skilvirkri og sjálfbærri framleiðslu sem forsendu fyrir sjálfbæru samfélagi. Norrænt samstarf um bestu fáanlegu tækni (best available technology - BAT) þjónar tvennum tilgangi:
- Að safna upplýsingum um BAT og hreinni tækni fyrir atvinnugeira þar mörg norræn fyrirtæki starfa, sérstaklega lítil og meðalstór.
- Að Norðurlöndin setji sameiginlegt mark sitt á vinnu ESB við að þróa BREF-skjöl (EU Best Available Techniques reference documents).
Tengiliður: Mikael Stjärnfelt, umhverfis- og heilbrigðisyfirvöld Álandseyja, Álandseyjum
Undirhópur um sendingar úrgangs milli landa (avfall)
Hópurinn er skipaður embættismönnum sem starfa í tengslum við sendingar úrgangs milli landa í norrænu ríkjunum en á því sviði er mikilvægt er að hafa náið samráð. Starfað er saman að túlkun reglna og sameiginlegu norrænu eftirliti, haldnar eru málstofur og skrifaðar leiðbeiningar. Markmiðið er að afgreiðsla slíkra mála verði sem líkust í norrænu ríkjunum og að eiga samstarf vegna ólöglegra sendinga úrgangs.
Tengiliður: Agnes Andersson, Naturvårdsverket (Náttúruverndarstofnunin), Svíþjóð
Norrænn sérfræðingahópur vegna EU Environmental Footprint (NEF)
Meginmarkmið hópsins er að samræma starf stjórnvalda á Norðurlöndum í tengslum við verkefni framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins um að koma á fót sameiginlegri samræmdri aðferð við framkvæmd heildstæðrar lífsferilsgreiningar (LCA) á framleiðslu eða ferli vegna umhverfisspors framleiðsluvöru (PEF) og samtaka (OEF).Talið er að samræmdar aðferðir séu forsenda þess að byggja upp „markað fyrir græna framleiðsluvöru“. Sérfræðingahópurinn hefur alþjóðleg áhrif með því að taka þátt í starfi Evrópusambandsins á þessu sviði og er mikilvægur vegna þess áherslusviðs NCE að styrkja vinnu að vöruhönnun og miðla umhverfisþáttum vörutegunda til markaðarins.
Tengiliður: Gert Sønderskov Hansen, Miljøstyrelsen (Umhverfisstofnun), Danmörku
Undirhópur um úrgang
Undirhópi um úrgang er ætlað að aðstoða Norræna vinnuhópinn um hringrásarhagkerfi (NCE) í vinnu varðandi meðhöndlun úrgangs undir Norrænu ráðherranefndinni eftir skipulagsbreytingar á vinnuhópi um sjálfbæra framleiðslu (HKP) og úrgangshópnum (NAG).
Undirhópur um úrgang skal fylgja eftir frumkvæði NCE, verkefnum hópsins og pöntunum, auk þess að hafa sjálfur frumkvæði að viðburðum og verkefnum á sviði úrgangsmála. Hópurinn vinnur meðal annars að verkefni um að draga úr matarsóun á Norðurlöndum og að því að draga úr losun örplasts. Markmið með vinnu á sviði úrgangsmála undir Norrænu ráðherranefndinni skulu vera skýr og með augljósa faglega tengingu.
Tengiliður: VÆNTANLEGUR