Alþjóðlegur áhugi á matvælastefnum Norðurlanda

02.12.18 | Fréttir
Global Child Nutrition Forum

Mari Hassinen (World Food Programme), Maggi Brigham (Norwegian Institute for Rural and Regional Research) and Marjaana Maninnen (Finnish National Agency for Education) visit the garden that provides food for a school meal programme in Tunisia during the Global Child Nutrition Forum

Nordic Food Policy Lab

Photographer
Global Child Nutrition Forum

Mari Hassinen (Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna), Maggi Brigham (norska byggðarannsóknastofnunin) og Marjaana Maninnen (finnska menntamálastofnunin) heimsækja garð sem sér börnum fyrir skólamáltíðum í Túnis, á alþjóðaþingi um næringu barna.

Síðastliðið ár hefur aukist gríðarlega alþjóðlegur áhugi á norrænni þekkingu um hvernig stefnur mótaðar af almenningi geta drifið áfram breytingar í matvælakerfum okkar. Ríkisstofnanir í meðal annars Kostaríku og Skotlandi, sem og stefnumótandi alþjóðasamtök á borð við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, Umhverfisstofnun SÞ og Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ líta til norðlægra slóða þegar kemur að matvælastefnu.

Í loftslagsviðræðum á COP23 í Bonn árið 2017, hrinti Norrænt verkefni um mótun matvælastefnu – flaggskipsverkefni sem heyrir undir verkefni norrænu forsætisráðherranna Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum – af stað umræðum um matvælastefnu og loftslagsmál, með því að standa fyrir hugveitu. Reyes Tirado, vísindamaður hjá rannsóknarstofu Greenpeace, sagði eftirfarandi við það tilefni: „Norræni matvæladagurinn var frumkvæði að því að tengja loftslagsmál og matvælakerfi og búa til vettvang til að vekja athygli á mikilvægi matvæla, landbúnaðar og búfjár þegar kemur að loftslagsmálum.“

Ráðamenn ræða um matarmenningu

Boðskapurinn breiðist hratt um heiminn og dagskráin fyrir árið 2018 fylltist fljótt af tækifærum til að koma að norrænum sjónarmiðum í alþjóðlegum umræðum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu.

Á „High Level Political Forum“, sem eru árlegir leiðtogafundir SÞ, í New York, stóð umhverfisráðherra Svíþjóðar fyrir viðburðinum Serving-Up Solutions for Agenda 2030, þar sem hlutverk matarmenningar og matargerðarlistar í breyttum neyslumynstrum var rætt. Þar settust lausnamiðaðir einstaklingar víðs vegar að úr heiminum niður og ræddu hvernig matreiðslufólk getur breytt samfélögum. Slíkar hugmyndir hafa verið settar fram í hugvekjunni Harvesting Bold Solutions. Norrænar lausnir voru einnig til staðar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september.

„Þegar horft er til landslagsins í heiminum núna er greinileg þörfin fyrir öflug fordæmi um hvernig má móta stefnu sem bregst við heilsu- og loftslagsvandanum. Við sáum að í sameiningu höfðu ríkisstjórnir Norðurlanda fram að færa öflugri skilaboð til alþjóðlegra kollega sinna í umræðum um sjálfbær matvælakerfi á allsherjarþingi SÞ“, segir Anders Nordström, fulltrúi alþjóðaheilbrigðismála hjá deild sænska utanríkisráðuneytisins um SÞ.

Leynileg innihaldsefni í samstarfsverkefnum

Meðal annars sem hæst ber á árinu er útgáfa á leiðarvísinum Solutions Menu - A Nordic guide to sustainable food policy, en honum hefur verið hlaðið niður nærri 3000 sinnum frá því í júní 2018. Þetta er í fyrsta sinn sem helstu skapandi matvælalausnum frá Norðurlöndum hefur verið safnað saman á einum stað.

Leiðarvísirinn inniheldur yfirlit yfir 24 vel heppnuð verkefni er varða til dæmis skólamáltíðir, áætlanir um minnkaða matarsóun, miðstöðvar fyrir matargerðarlist og næringarviðmið, auk þess sem lagðar eru fram hugmyndir að samstarfi. Leiðarvísirinn kynnir þau „leynilegu innihaldsefni“ sem hjálpað hafa til við að koma í gegn veigamiklum breytingum og stefnumótunaraðilar og ráðamenn hafa tekið mið af í starfi sínu.

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fagnar því að næringarstefna og matarmenning og -sérkenni séu notuð til að berjast gegn smitlausum sjúkdómum og til að stuðla að sjálfbærari matarneyslu,“ segir João Breda, yfirmaður Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um varnir og eftirlit með smitlausum sjúkdómum

Mikill stuðningur heima við

Norrænt verkefni um mótun matvælastefnu greiðir fyrir umræðum um matvælastefnu sem tekur tillit til mismunar en einblínir á það sem löndin geta lært hvert af öðru þegar kemur að mataræði, lýðheilsu og áhrifum á umhverfi og loftslag. Þessi nálgun hefur reynst árangursrík í að samtvinna norræn og alþjóðleg sjónarmið.

„Við erum hæstánægð með hversu miklu hefur þegar verið áorkað með Norrænu verkefni um mótun matvælastefnu, með tilliti til þess hversu litlu fé hefur verið veitt til verkefnisins. Fjöldi mikilvægra umræðna um stefnu, mikil útbreiðsla og ekki síst mikill áhugi og viðbrögð frá umheiminum hafa sýnt okkur að þetta er verðugt forgangsverkefni fyrir matvælayfirvöld Norðurlanda“, segir Harald Gjein, framkvæmdastjóri norsku matvælastofnunarinnar.

COP24 og Kostaríka eru næst

Á næstu vikum mun Norrænt verkefni um mótun matvælastefnu taka þátt í loftslagsráðstefnu SÞ (COP24) í Póllandi, til að vekja athygli á hvernig borgir framtíðar geta flýtt fyrir nauðsynlegum breytingum á neysluvenjum. Norrænt verkefni um mótun matvælastefnu verður einnig þátttakandi í annarri umferð alþjóðaráðstefnu um sjálfbær matvælakerfi, ásamt Umhverfisstofnun SÞ og Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) í Kostaríku á næsta ári. Þar gefst tækifæri til að mynda tengingar við fjölda af löndum Rómönsku Ameríku sem sýnt hafa áhuga á þeim stefnum sem lýst er í leiðarvísinum. Einnig er unnið að spænskri þýðingu á leiðarvísinum. 

Við sáum að í sameiningu höfðu ríkisstjórnir Norðurlanda fram að færa öflugri skilaboð til alþjóðlegra kollega sinna í umræðum um sjálfbær matvælakerfi á allsherjarþingi SÞ

Anders Nordström, fulltrúi alþjóðaheilbrigðismála hjá deild sænska utanríkisráðuneytisins um SÞ

Valin samstarfsverkefni á árinu 2018:

Málþing um miðjarðarhafsmataræði og Nýtt norrænt mataræði

Maí 2018, Kaupmannahöfn, Danmörku

Meðskipuleggjendur: Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

 

Milliþingafundur UNFCCC í Bonn

Maí 2018, Bonn, Þýskalandi

Meðskipuleggjendur: Brighter Green + Food and Climate Alliance

 

EAT-þingið 2018

Júní 2018, Stokkhólmi, Svíþjóð

Meðskipuleggjendur: EAT-stofnunin

 

„Political tools to shape food identity“

Maí 2017, Sjáland, Hollandi

Meðskipuleggjendur: Svæðisyfirvöld á Sjálandi

 

Alþjóðaþing Matvælaáætlunar SÞ um næringu barna

Október 2018, Túnis, Túnis

Meðskipuleggjendur: Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna

 

„Food System Approaches to the Prevention of NCDs“

September 2018, New York, Bandaríkjunum

Meðskipuleggjendur:  EAT-stofnunin í samstarfi við ríkisstjórnir Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Indónesíu

 

Norrænar umræður í tengslum við fund Nefndar um fæðuöryggi í heiminum

Október 2018, Róm, Ítalíu

Meðskipuleggjendur: Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) og Nefnd um fæðuöryggi í heiminum (CFS): einn mikilvægasti vettvangur á alþjóðavísu fyrir pólitískar umræður um matvælakerfi

 

„Serving up solutions for Agenda 2030“ á „High Level Political Forum“, umræðuvettvangi Sameinuðu þjóðanna

Júlí 2018, New York, Bandaríkjunum

Meðskipuleggjendur: Sænska umhverfisráðuneytið

 

„Strategies for inter-ministerial and cross-sectoral collaboration for sustainable diets“ á ESB-ráðstefnunni „People’s food - people’s health: Towards healthy and sustainable European Food Systems“

Nóvember 2018, Vín, Austurríki

Meðskipuleggjendur:  EuroHealthNet, danska umhverfis- og matvælaráðuneytið, portúgalska landlæknisembættið, hollenska ráðuneytið um heilbrigðismál, velferð og íþróttir

 

Norrænt framlag til skoska lagafrumvarpsins „Good food nation“

Júní 2017 (framhald í apríl 2019), Edinborg, Skotland

Meðskipuleggjendur: Obesity Action Scotland og fleiri