Geta matvæli verið lykillinn að því að ná markmiðum Dagskrár 2030?

17.07.18 | Fréttir
Dinner HLPF 2018
Photographer
Johannes Berg
Nordic Food Policy Lab og ríkisstjórn Svíþjóðar standa saman að hliðarviðburði á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem fjallað er um þau gullnu tækifæri sem felast í matvælum þegar kemur að því að uppfylla sjálfbærnimarkmiðin.

Mánudaginn 16. júlí komu saman sendinefndir 14 þjóða, stofnana Sameinuðu þjóðanna, líknarsamtaka, almennings og matvælaiðnaðarins til þess að ræða um hlutverk matvælastefnu við að ná sjálfbærnimarkmiðunum, einkum 12. og 2.

Áhersla var lögð á að beina umræðunni að lausnum fremur en vandamálum: Food as a golden opportunity (Gullin tækifæri í matvælum) er viðburður sem ætlað er að setja fram stefnumótunarverkfæri sem stuðlað geta að því að draga úr matarsóun.

Frá vandamálum til lausna

Hver þátttakandi – frá Mexíkó til Eistlands – kom með sínar lausnir að borðinu og fjallaði um áþreifanlegar aðgerðir til að innleiða matvælastefnu gegnum matarmenningu.

„Matvæli hafa verið viðkvæmt pólitískt mál en við getum ekki horft fram hjá gildi þeirra lengur. Við vitum öll að við verðum að breyta neyslumynstrinu og í mörgum heimshlutum verður nauðsynlegt að draga úr kjötneyslu,“ sagði Karolina Skog, umhverfisráðherra Svíþjóðar og gestgjafi viðburðarins.

Sam Kass, fyrrum kokkur í Hvíta húsinu og ráðgjafi í næringarmálum lagði einnig áherslu á kraft matvæla til að umbreyta samfélögum og lýsti því hvers vegna hann ákvað að vinna að breytingu á matarmenningu: „Það felst mikill máttur í matvælum. Það eru ekki mörg svið þar sem hægt er að hafa jafn mikil áhrif á lífsgæði fólks og um leið lífsgæði jarðarinnar.“

Breyting á viðmiðum í stefnu

Joe Fassler, blaðamaður á New Food Economy, dró saman umræður kvöldsins:

  1. Þetta snýst um fólk. Þegar við ræðum um matvælastefnu verðum við að hugsa um menninguna sem virkt afl í breytingaferlinu.
  2. Matreiðslumenn geta gert erfiðar breytingar girnilegar - og sýnt fram á að nýjar lausnir geta verið ljúffengar.
  3. Byggið stefnu á tengslum og sameiginlegum gildum hagsmunaaðilana.
  4. Nýtið mátt unga fólksins: Það sér tækifærin og möguleikana og hafnar kyrrstöðu.
  5. Borðið saman! Finnið hvernig matvæli geta tengt okkur saman á sérstakan hátt og hvernig þau geta stuðlað að því að við lærum hvert af öðru.

Takið þátt í umræðunni.

Nánari upplýsingar um starf Nordic Food Policy Lab má fá með því að gerast áskrifandi að fréttabréfi stofnunarinnar og með því að fylgja henni á Twitter.

Lausnamatseðillinn

Leita má hugmynda með því að skoða nokkrar frumlegar lausnir í matvælastefnu á Norðurlanda.

 

Viðburðurinn var haldinn með stuðningi frá áætluninni 2030 kynslóðin