Kóngafólk tekur þátt í norrænum leiðtogafundi um matvælasóun

14.04.23 | Fréttir
prinsessan Victoria och prinsessan Marie
Ljósmyndari
norden.org
Tvær norrænar prinsessur, hennar hátign Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og hennar hátign María krónprinsessa Danmerkur, munu taka þátt á ráðstefnunni Nordic Food Waste Summit 26. apríl 2023 í Stokkhólmi. Verið velkomin að fylgjast með í beinni!

Eitt af sjálfbærnimarkmiðunum sem heimbyggðin hefur náð samstöðu um er að minnka matvælasóun um helming fyrir árið 2030. Til að Norðurlöndin nái þessu markmiði þurfa þau að hraða á aðgerðum og auka samstarf sitt. 

 

26. apríl 2023 munu fleiri en 170 einstaklingar koma saman á Nordic Food Waste Summit: sérfræðingar, stjórnmálamenn og fulltrúar stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, til að ræða hvernig Norðurlöndin geti gripið til tafarlausra aðgerða til að minnka matvælasóun.

María prinsessa setur ráðstefnuna

María prinsessa frá Danmörku mun setja ráðstefnuna.

Prinsessan hefur látið sig matvælasóun miklu varða.

Viðvera prinsessunnar á Nordic Food Waste Summit mun gefa málefninu aukið vægi og hvetja til aukins norræns samstarfs.

Fjölmiðlar geta sótt viðburðinn

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar tekur þátt í síðdegisdagskrá ráðstefnunnar.

Viktoría krónprinsessa er alþjóðlegur talsmaður heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og hefur lengi látið sig sjálfbæra þróun miklu varða, meðal annars málefni hafsins og vatna.

Peter Kullgren, landsbyggðarráðherra Svíþjóðar, og Jacob Jensen, matvæla-, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra Danmerkur, munu einnig koma fram á ráðstefnunni.

Leiðtogafundurinn verður sendur út í beinni útsendingu og fjölmiðlar hafa tækifæri til að sækja viðburðinn.

3,6 milljónum tonna af mat er hent á Norðurlöndum

Matvælasóun er veigamikill þáttur í sjálfbærni samfélaga og hefur áhrif á bæði umhverfið og loftslag.

Meira en þriðjungi allra matvæla sem eru framleidd í heiminum er hent. Á Norðurlöndum er meira en 3,6 tonnum af mat hent á hverju ári. 

Leiðtogafundurinn fer fram á ensku og hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á netinu.

Fjölmiðlar skrái sig í síðasta lagi 25. apríl 

Blaðamenn og fréttaljósmyndarar þurfa að framvísa blaðamannapassa og þurfa að skrá sig í síðasta lagi 25. apríl.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst til: 
 
 

Elisabet Skylare
Aðalráðgjafi/samskiptasvið, Norræna ráðherranefndin
Farsími: +45 21 71 71 27
elisky@norden.org 

 

og Jonathan Eng
Verkefnisstjóri/Sjálfbær og heilbrigð matvælakerfi, Norræna ráðherranefndin
Farsími: +45 27 10 94 67
joneng@norden.org

Ráðstefnan Nordic Food Waste Summit er skipulögð af Norrænu ráðherranefndinni í samstarfi við sænsku stofnanirnar Livsmedelsverket, Jordbruksverket og Naturvårdsverket.

Bein útsending frá kl. 09.00 26. apríl 2023:

Tengiliður