Norrænn leiðtogafundur um matarsóun 2023

26.04.23 | Viðburður
Nordic Food Waste Summit 2023 in Stockholm
Ljósmyndari
Canva/ Getty Images
Takið þátt í áhugaverðum umræðum um hvernig við getum hert róðurinn gegn matarsóun á norrænum leiðtogafundi um matarsóun sem haldinn verður í Stokkhólmi 26. apríl 2023. Hverjar eru bestu starfsvenjurnar til þess að draga úr matarsóun? Hvernig getum við flýtt ferlinu og hvernig getur norrænt samstarf skapað virðisauka í aðgerðum landanna heima fyrir?

Upplýsingar

Dagsetning
26.04.2023
Staðsetning

Stockholm
Svíþjóð

Matarsóun og úrgangur eru stór viðfangsefni á sviði sjálfbærni og hafa áhrif á loftslagið og umhverfi okkar. Meira en þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru á heimsvísu fer í súginn. Á hverju ári er um 3,5 milljónum tonna af matvælum hent á Norðurlöndum. Væri matarsóun land myndi það lenda í þriðja sæti landa sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Minnkun matarsóunar er lykilþáttur í uppbyggingu sjálfbærra matvælakerfa fyrir heilbrigði umhverfis, loftslags og fólks.  

Á norræna leiðtogafundinum um matarsóun er stefnt saman sérfræðingum, stjórnmálafólki, ráðamönnum, fyrirtækjum og félagasamtökum með það fyrir augum að auka samstarf og grípa til brýnna aðgerða til þess að minnka matarsóun og úrgang. Leiðtogafundurinn er tímabær vegna þess að við verðum að minnka matarsóun og úrgangi.   

Leiðtogafundurinn er opinn öllum hagsmunaaðilum innan geirans. Verið velkomin á áhugaverða daga með hátt settum fyrirlesurum þar sem krufin verða viðfangsefni á sviði matarsóunar og úrgangs. Leiðtogafundurinn fer fram á ensku.

Gestgjafar fundarins eru sænska matvælastofnunin Livsmedelsverket og Norræna ráðherranefndin í samstarfi við sænsku landbúnaðarstofnunina Jordbruksverket og umhverfisverndarstofnunina Naturvårdsverket.

Tengiliður